Skáldskaparmál - 01.01.1992, Síða 90
88
Vidar Hreinsson
á eftir mætti t.d. nefna að hún er orðflest allra íslendingasagna og hefur þar
að auki fleiri stakorð, þ.e. orð sem ekki koma fyrir í öðrum sögum.21 Þá er
orðfæri hennar blæbrigðaríkara en orðfæri flestra annarra sagna og öryggi í
sviðsetningum og ytri lýsingum er einnig meira.
íslendingasögur sem taldar eru ritaðar á 14. öld eru, þrátt fyrir að þær séu
taldar mun meiri uppspuni en hinar eldri, enn bundnar í tíma og rúmi,
hetjurnar eru tengdar stöðum og tíma. í Grettlu er greinilega ákveðinn
tímatalsrammi, sem gerir það kleift að vinna upp tímatal sögunnar, það er til
vitnis um sterkt söguskyn höfundar. Grettla ber flest einkenni 14. aldar
sagna, hún er ævintýraleg, skopleg og hetjan nálgast það að vera yfirnáttúrleg
og er skyld kolbítnum, í nokkurri andstöðu við umhverfi sitt. Grettla er,
þrátt fyrir að vera áberandi bókmenntaleg, að vissu marki bundin munnlegri
hefð, því telja má víst að Grettir hafi haft nokkuð skýrar útlínur í vitund
manna. Höfundur er greinilega meðvitaður um hefð Islendingasagna, enda
styðst hann við töluvert af rituðum heimildum.
Svo aftur sé vikið að blönduninni, þá er rétt að drepa á helstu þætti sem
Grettla er gerð úr. Upphafið er soðið upp úr Landnámu, niðurlagið er af
kyni grískra skáldsagna, auk eins minnis úr Tristrams sögu, sagan notar
einnig minni úr Bjólfskviðu, hún hefur mikið af þjóðsagnakenndu efni,22 þar
sem útlagagoðsögnin hefur greinilega mótast sterklega23 og þar fyrir utan er
hrúgað í söguna spakmælum. Það er því ljóst að mikið hefur þurft til að setja
saman heilsteypta sögu úr þessum sundurlausa efnivið.
Svið sögunnar er auk þess afar vítt í tíma og rúmi. í tíma höfum við
atburðarás sem nær yfir 200 ár, frá því um 880 til 1047, hún er sú lengsta í
íslendingasögunum.24 í rúmi breiðir sagan sig yfir Noreg, Bretlandseyjar,
ísland, Noreg aftur, Miklagarð, Róm og loks ísland aftur. Ef höfundur
hefði skutlað einhverjum til Vínlands hefði sögusviðið farið langt með að ná
yfir alla heimsmynd norrænna manna á miðöldum.
3.1. Mimesis2, fyrsta stig
Ef miðað er við hið fyrsta mímetíska stig, tengsl einstakra atburða við
söguna í heild, og þar með heildarsamhengi söguþráðarins á yfirborðinu, þá
má skipta sögunni efnislega og með hliðsjón af þema hennar, í 13 mislanga
21 Að sögn Örnólfs Thorssonar sem hefur athugað þessa hluti sérstaklega með aðstoð
tölvu.
22 „í henni koma fram nálega allar tegundir íslenzkra þjóðsagna, draugasögur, trölla-
sögur, útilegumannasögur og landvætta, berserkjasögur, galdrasögur og ævintýri."
Guðni Jónsson í formála að Grettlu, Islenzk fornrit 8, Reykjavík 1936, bls. XLIX.
23 Sjá Óskar Halldórsson: „Goðsögnin um Gretti. Nokkrar athuganir“ í Sjötíu ritgerðir,
helgaðar Jakobi Benediktssyni 20. júlí 1977, síðari hluti. Ritstj. Einar Gunnar
Pétursson og Jónas Kristjánsson. Reykjavík 1977, bls 627-39.
24 Skv. formála Guðna Jónssonar í íslenzkum fornritum 7, bls. LXVII og skýringar-
mynd á Sagnakorti Svarts á hvítu (1987).