Skáldskaparmál - 01.01.1992, Blaðsíða 95
Hver erþessi Grettir ?
93
mannleg vera eins og Grettir fer þannig inn á svið náttúrunnar eykur það
vald manna yfir náttúrunni en um leið verður það siðlaust náttúrueðli
Grettis sem útskúfar honum úr mannheimum.
Af þessum sökum staðnar Grettir sem mannvera, hann frýs fastur í
goðsögninni og einsemdin á ystu mörkum samfélagsins gerir söguna
harmræna. Þroski hans stöðvast, spakmælin um hetjumóð, gæfu og ógæfu
hafa fram að þessu verið forboðar en verða hér eftir fullyrðingar, staðreyndir
um tilvist Grettis og hlutskipti.31 Það er þessi ummyndun sem hvað
afdráttarlausast brýtur upp atburðarásina og raskar henni með því að stöðva
þroska Grettis, leið hans í gegnum mannraunir í átt til þess að verða
valdamaður eins og margar fyrri hetjur Islendingasagna, Egill Skallagrímsson
fyrst og fremst. Egill sýnir í Eglu aftur og aftur ógurlegt vald sem brýst út,
oft reyndar í togstreitu við viðkvæmni eins og í lokrekkjuatriðinu, þar sem
karlmennskuvaldið og viðkvæmnin sameinast í hrikalegasta biti heimsbók-
menntanna þegar hann tekur bita úr drykkjarhorninu. Besta dæmi um styrk
hans og innri kraft sem geislar út frá honum er þegar hann hittir Eirík blóðöx
í Jórvík. Oll sú frásögn lýsir ógnarvaldi sem Eiríkur í raun glúpnar fyrir.
Upphafið á ferli Grettis stefndi í svipaða átt, en niðurstaðan varð önnur eins
og nánar verður fjallað um í næsta kafla.
Auk útlagamýtunnar er það uppgjöfin sem einkennir viðhorf Grettis eftir
viðureignina við Glám. Metnaðurinn er horfinn, en hin undirfurðulega
írónía er enn til staðar, oft í undarlegum uppgjafartón eins og í samtali
Grettis við Þorstein bróður sinn í Noregi, eftir að hann hafði drepið
berserkinn Snækoll með fyrsta karatesparki á Vesturlöndum. Orð Grettis
eru því líkust að hann skoði nú hetjudáðir sínar sem eins konar frásagnarlega
minnisvarða, eða jafnvel legsteina: Þorsteinn mælti: „Slyngt yrði þér um
margt frændi ef eigi fylgdu slysin með.“ Grettir svarar: „Þess verður þó getið
er gert er“ (40. kafli, bls. 1018).
Þetta litla orð „þó“ segir meira en mörg stærri orð um uppgjöf Grettis, nú
er frægðin sem hann leitaði orðin huggun bugaðrar hetju. Skömmu síðar, í
samtali þeirra bræðra þar sem Þorsteinn spáði því að hann mundi hefna
Grettis og sagði að betur væri að handleggir Grettis væru mjórri og eitthvað
gæfusamlegri, þá svarar Grettir: „Satt er það sem mælt er að engi maður
skapar sig sjálfur“ (41. kafli, bls. 1018). Þessi orð hefðu verið óhugsandi á
ofmetnaðarskeiði Grettis.
Uppgjöfin snýst þó oft upp í skop sem fær nýjan svip. Áður hafði t.d.
verið gert grín að lítilsigldum bændum að slást með hvalkjöti og skopast að
ofmetnaði Grettis en nú færist skopið yfir á persónu Grettis, hann fær
drætti úr „prakkaranum", sem er áberandi fígúra í evrópskum bókmenntum
á síðmiðöldum og endurreisnartímanum. Prakkarinn breikkaði merkingar-
31 Þetta er einnig skoðun Guðmundar Andra Thorssonar í grein hans í Skdldskapar-
málum I, bls 107-108.