Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 96
94
Vidar Hreinsson
svið bókmenntanna og bjó í haginn fyrir þróun skáldsögunnar.32 Grettir
stríðir mönnum í mjög grallaralegum þáttum, t.d. skagfirskum bændum á
Hegranesþingi, þar sem hann kemur í dulargervi. Um leið verður hann
kynferðislegri, þegar hann kippir Reykjagriðkunni upp í til sín.
En angist og einsemd vofa alltaf yfir og gæða frásögnina djúpum
harmrænum tóni, Grettir þorði ekki að vera einn, en gat þó ekki treyst
neinum. Hin sálræna togstreita hefur því ummyndast í óumflýjanleg örlög,
sem eru orðin að staðreynd og þau leggjast á með síauknum þunga í
Drangey. Óhugnaðurinn sem því fylgir myndar sterka andstæðu við hinar
sælu aðstæður í eynni, þar er nógur matur, friður, ró og öryggi.
Angistin og myrkfælnin bætast við sálræn einkenni Grettis og kallast á
við félagslega einsemd. En þessi atburðarás er býsna löng, og byggist á röð
atburða, skoplegra, harmrænna og útópískra. Ófarirnar í Vatnsfirði, með-
ferðin á Gísla Þorsteinssyni, dauði vættanna vina hans og svik flugu-
mannanna, dvölin í Þórisdal í bland við feita sauði og léttlyndar meyjar.
Skopið kallast á við óhugnaðinn, sem leynist undir yfirborðinu þangað til
honum skýtur upp í líki nornarinnar Þuríðar. Óhugnaðurinn magnast,
undirstrikaður af fyrirboðum og náttúrulýsingum. Að lokum er Grettir
stöðvaður, aftur með fulltingi yfirnáttúrlegra afla sem eru það eina sem dugar
gegn manni eins og Gretti. Þegar hann er loks dauður ummyndast hann í
síðasta sinn, í raunverulega goðsögn sem allir geta sameinast um, bæði vinir
og fjandmenn. Ein hlið þeirrar goðsagnar er undirstrikuð með orðum Sturlu
Þórðarsonar, um að hans hafi verið hefnt í Miklagarði.
Það sem hér hefur verið skoðað er það sem kalla má merkingarauka. Þessi
atriði víkka stórlega merkingarsvið sögunnar og hljóta að byggjast að miklu
leyti á traustum efnistökum höfundar og vitundinni um að þessir drættir
bregði annarlegri birtu yfir atburðarásina.
Tilhneiging Grettis til að dulbúa sig varpar ásamt sjálfsmyndarkreppu
hans skýru ljósi á söguna. Stundum kallar hann sig Gest, sem er eitt nafna
Óðins. Óðinn sjálfur hafði dálæti á því að dulbúa sig og leikur með
dulargervi Óðins er algengur, oft með það fyrir augum að draga framandi
sjónarhorn inn í söguna eins og t.d. í Völsungasögu. Maður freistast því á
endanum til þess að spyrja: „Hver er þessi Grettir eiginlega?“ Sjálfsmynd
hans er stöðugt vandamál, svo og þjóðfélagslegt hlutskipti. Fæddur til
metorða, deyr sem útlagi. Það er ekki hægt að svara spurningunni því
Grettir er raunar margar frásagnir, margar persónur sem safnað hefur verið
saman í eina atburðarás. Merkingaraukinn er yfirfærður á Gretti sjálfan,
32 Sbr. ritgerð Bakhtins, „Forms of Time and of the Chronotope in the Novel“, í The
Dialogic Imagination, einkum bls. 158-167. Prakkarinn (eða þrjóturinn, rogue),
fíflið og trúðurinn gerðu mögulega ákveðna fjarlægingu. Með leik með sjálfsveru og
sjálfsmynd, með því að villa á sér heimildir færðu þeir sjónarhornið að vissu marki út
úr frásögninni, gerðu það mögulegt að skoða sögusviðið utanfrá. Það var stórt skref í
áttina að skáldskaparvitund skáldsögunnar.