Skáldskaparmál - 01.01.1992, Síða 97
Hver erþessi Grettir?
95
persónu hans, sálarlíf og stöðu í samfélaginu. Grettir er barn, hann er hetja,
prakkari, varnargoðsögn, náttúruafl, fífl og auk þess er hann alltaf að leynast
og dulbúast. En umfram allt er hann manneskja sem finnur til, annars hefði
hann aldrei orðið Islendingum jafn hugstæður og raun ber vitni.
Um leið er þetta virk bókmenntaleg blöndun, ólíkar bókmenntategundir
mætast í persónu Grettis; kolbítur af kyni fornaldarsagna myndar
uppistöðuna í sálarlífslýsingum, verjandi mannheima er af goðsagnakyni,
prakkarinn er ættaður sunnan úr Evrópu, Glámur kemur úr heimi þjóð-
sagna, hetjan sem banar forynjum er ættuð úr epískri forneskju (Bjólfskviðu),
meðan sjálf hetjan er á yfirborðinu dæmigerð íslendingasagnahetja. Allt þetta
sameinast meira og minna í persónu Grettis og myndar uppistöðuna í
margvíslegum átökum sögunnar. En því fer fjarri að öll merking sögunnar
komist til skila með því að útlista þessi átök. Það þarf að athuga nánar stöðu
söguhöfundar gagnvart efninu í víðara sögulegu ljósi. Þá kemur í ljós veruleg
sjálfsvitund eða skáldskaparvitund sem verður athuguð nánar á þriðja
túlkunarstiginu.
3.3. Mimesis2, þriðja stig
Það er þannig á öðru stigi mimesis2, að persóna Grettis, félagsleg tengsl hans
og að hluta til siðferðilegir eiginleikar hans mynda átök sögunnar, raska
jafnvæginu á samræmdan hátt. Hinar mismunandi ummyndanir sem drepið
hefur verið á verða fyrst skiljanlegar til hlítar þegar hið þriðja stig, sem
tengist þema og tímanlegum eigindum, er tekið með í reikninginn. Oll hin
línulaga atburðarás, með ummyndunum og útúrdúrum, tengist víðtæku
þema sem gengur þvert á hið línulaga ferli og skipar öllu niður í tímanlega
heild, nánast eina hugsun sem er dýpkuð með tákngervingu náttúrunnar.
Þetta þema snýst fyrst og fremst um tengslin milli sagnahefðar og
bændasamfélags á 14. öld og félagslegar og pólitískar aðstæður þess
samfélags. Það er lífssýn, sjálfsskilningur og reynsla þessa bændasamfélags
sem leggst yfir hina hálfsögulegu atburðarás í ótal tilbrigðum grundvallar-
andstæðunnar milli hetjuhefðar og bændasamfélags.
Víkingaheimur forsögunnar er hetjulegur, Önundur tréfótur er hrein-
ræktaður víkingur, en þó er vísan fræga um glataða akra, Kaldbak og kröpp
kaup, ort frá sjónarhóli bónda. Sagan um Þorgeir flöskubak og frásögnin af
bardaganum um hvalinn sýnir sjóndeildarhring bændanna og baráttu þeirra
fyrir matbjörg. Það er beinlínis hallæri í landinu sem er frekar fátítt í
Islendingasögum. En um leið eru þessar frásagnir skopstælingar á
hetjuhugsjónunum af sama tagi og sjá má í Fóstbrœðra söguM Hér má
kveðja til hugmyndir Bakhtins um margradda frásögn, þegar mismunandi
33 Robert Cook segir í áðurnefndri grein að framganga fyrstu kynslóðarinnar sem
fædd sé á íslandi sé skopstæling á hetjulegum orrustum forfeðranna í fyrstu köflum
sögunnar. Saga Book XXI, bls. 134.