Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 99
Hver erþessi Grettir?
97
stýrimaður hjó fót undan ívari Kolbeinssyni en Leifur bróðir ívars laust félaga
Steins í hel með hvalrifi. Þá var með öllu barið því er til fékkst og féllu þar menn
af hvorumtveggjum.
/—/
Þetta var kveðið um fundinn:
Hörð frá eg heldr að yrðu
hervopn að Rifskerjum
mest því að margir lustu
menn slyppir hvalklyppum.
En málm-Gautar móti
mjög fast hafa kastað,
oss líst ímun þessi
óknyttin þvestslyttum.
(12. kafli, bls 965-6)
Röddun af þessum toga sýnir þroskaða skáldskaparvitund, getu til að
leika með tungumál og hugmyndir. Slík röddun er áberandi í 14. aldar
sögum en mun síður í hinum eldri. Að mati Bakhtins er getan til þess að búa
til eins konar mynd af tungutaki annars eða annarra einn af hornsteinum
skáldsögunnar. Hún myndar þá fjarlægð frá efninu sem höfundi er
nauðsynleg til að geta mótað það sem skáldskap, gagnstætt t.d. hinum eldri
íslendingasögum sem eru mun bundnari af efnivið sínum.
Grettir sjálfur er hrein tímaskekkja, hann lifir eftir steinrunnum
hetjuhugsjónum sem ekki eiga lengur við í nokkurn veginn friðuðu íslensku
bændasamfélagi. Hetjusiðferðið í eldri sögunum var nátengt valdi og
siðareglum í samfélagi sem var að leita eftir félagslegu jafnvægi, en um það er
ekki lengur að ræða um miðja 14. öld.
Sjálfsmyndarvandræði Grettis spretta m.a. af þessu. Faðir hans var bóndi
og fyrrverandi kaupmaður sem jók jafnt og þétt við velsæld sína og nennti
ekki einu sinni að ríða til þings, sem þó var miðstöð hins opinbera
stjórnarfars og miðlægt í eldri sögum. Hið lítilfjörlega dútl við bústörfin
hentar Gretti illa. Að passa gæsir og kjúklinga, halda hrossum til beitar í
vetrarkulda eða klóra pabba sínum á bakinu, eru niðurlægjandi störf fyrir
hetju og í írónískri mótsögn við hetjuhugsjónina. Hinn frægi árekstur þeirra
feðga á Bjargi, Ásmundar og Grettis, er árekstur á milli hins rótgróna bónda
og verðandi hetju í þrem tilbrigðum við sama stef, Grettir reynir að inna
störfin mannborulega af hendi. Aftur er á ferðinni röddun, átök tvennskonar
viðhorfa sem byggð eru upp af næmri tilfinningu söguhöfundar fyrir
tungutaki. Feðgarnir takast á en söguhöfundur læðir inn íróníunni með
úrdrætti í beinni frásögn, með því að segja ósköp blátt áfram frá fáránlegum
atburðum. Lítum á fyrsta atriðið, gaglagæslu Grettis, þar sem hetjuskapurinn
felst í því að bera af gæsunum:
Grettir óx upp að Bjargi þar til er hann var tíu vetra gamall. Hann tók þá heldur
við að gangast. Ásmundur bað hann starfa nokkuð. Grettir sagði sér það eigi
mundu vera vel hent og spurði þó að hvað hann skyldi gera.