Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 107
Hver erþessi Grettir?
105
4. Niðurstöður
Grettla sýnir breytingu Islendingasagna, úr veruleikauppbyggingu í
fjarlægðan skáldskap, með tilfærslu atburðarásar og þema til framandi sviðs.
Um er að ræða upplausn hinna beinu mímetísku tengsla eldri sagna. I
staðinn kemur aukið frelsi til skáldskapar og skýrari skáldskaparvitund. Þessi
þróun byggist á meiri meðvitaðri fjarlægð höfunda frá efnivið sínum, valdi
þeirra yfir tungutaki og ríkjandi hefðum og síðast en ekki síst efa þeirra um
gildi þessara hefða. Afsprengi efans er skopstælingin, sem er afar ríkjandi á
14. öld. Segja má að margar sögur fjalli ekki síður um sjálfa bókmennta-
hefðina en um hin hefðbundnu viðfangsefni.
Þessi atriði eru áberandi í Grettlu og öðrum sögum frá 14. öld. Þau eru
líka meðal mikilvægustu þáttanna í mótun nútímaskáldsögunnar á tímum
endurreisnar og landafunda. Þá tók hin nýja sjálfsvera að mótast, m.a. í
kjölfar aukinnar víðsýni og þekkingar sem fylgdi landafundunum. í verkum
Cervantes, Rabelais og Shakespeares er það þessi víðsýni sem gerir
höfundunum kleift að endurmeta bæði tungutak og viðhorf fyrri tíma og
ryðja nýjum tjáningarháttum braut.
Án efa fylgdi frjó víðsýni og þekking því að nema nýtt land og móta þar
menningarsamfélag frá grunni og það hefur haft sín áhrif á
bókmenntastarfsemi á Islandi. En þegar komið var fram á 14. öld hafa þessi
áhrif verið farin að fjara út. Hins vegar var til staðar afar þroskuð
bókmenntahefð sem þó var farin að missa fótanna. Hugmyndir þær sem
henni fylgdu áttu ekki lengur við, en kunnáttan og sköpunargáfan lifðu enn
góðu lífi. Þótt höfundar Grettlu, Áns sögu bogsveigis, Göngu-Hrólfs sögu og
fleiri sagna séu engir Cervantesar og Rabelaisar, þá fengust þeir við endurmat
hugmynda og endurnýjun tungutaks. Á 14. öld var hafin þróun að einhverju
leyti hliðstæð þeirri sem náði hámarki í Evrópu 200 árum síðar. Vitaskuld
ríktu hér engar aðstæður sem gætu haldið lífi í þeirri þróun, hvorki
menningarlegar né markaðslegar. Annars vitum við það varla, mikið liggur
órannsakað af sögum frá síðari öldum og aðeins eru fáein ár síðan það var
uppgötvað að það sem menn töldu vera vondan samsetning af þjóðsagnadóti
eftir kynlegan kvist sem hafði á sér vafasamt orð, var í raun fyrsta fullburða
íslenska skáldsagan. Nema enn liggi eitthvað ófundið!
Grettla sker sig þó úr öðrum 14. aldar sögum því í henni er fleira sem
minnir á nútímaskáldsögu. Svo djúp sálfræðileg lýsing á átökum einstaklings
við samfélag sitt, gildismat þess og hugmyndalega kreppu hygg ég að sé fátíð
á miðöldum. Það er hreinlega svo að sálarlíf Grettis er vígvöllur hugmynda-
fræðilegra átaka. Það helgast af því að samfélagsmynd sögunnar er svo náin
og ágeng. Hún er sprottin beint úr lífheimi 14. aldar. Það bitnar á Gretti
garminum að mikið misræmi ríkti á milli 14. aldar og hetjumóðs sagna-
hefðarinnar. Grettir er undir sterkum þrýstingi hetjuhefðarinnar. Það er snar