Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 112
110
Aðalgeir Kristjánsson
Sturluson þá til sáttafundar að nýju, en þar fór sem fyrr að Þorvaldur kom
ekki. Ekki bætti hér um að þeir Bárðarsynir Pétur og Sturla fóru norður til
Súðavíkur um veturinn eftir jól og tóku þar höndum bónda þann er Jósep
hét og Einar son hans. ‘Þeir höfðu sekir orðið of hvalmál. Þeir Sturla færðu
þessa menn Hrafni en hann gaf þeim báðum grið og kunni enga þökk er þeir
höfðu þangað verið færðir’.8
Á langaföstu vorið eftir fór Þorvaldur norðan úr ísafirði með tvo menn
hins fjórða tugar yfir Glámuheiði til Arnarfjarðar. Þegar þangað kom bundu
þeir alla menn svo að Hrafni bærist ekki njósn. Nóttina sem Þorvaldur kom
að Eyri mátti Hrafn ekki sofa og varð fyrstur til að sjá til ferða Þorvalds
Vatnsfirðings og liðsafnaðar hans. Þorvaldur og menn hans báru við að
dyrum og lögðu eld víða í þekjuna. Þorvaldur leyfði öllum mönnum
útgöngu gegn því að öll vopn væru áður látin af hendi og var það gert. ‘Þá er
Hrafn kom út var hann þegar ger handtekinn og haldinn. Sturla Bárðarson
systurson Sturlusona var og haldinn, þriðji maður Þórður Vífilsson. En allir
menn aðrir, karlar og konur, voru leiddir í kirkju og byrgðir þar’. Þorvaldur
lýsti yfir því að Hrafn skyldi taka af lífi og var hann hálshöggvinn. Einnig lét
hann höggva fótinn undan Sturlu Bárðarsyni og Þórði Vífilssyni. Þessi
atburður varð 4. mars 1213.9
Þorvaldur lét sér ekki nægja að taka Hrafn af lífi því að eftir páska fór
hann ránsferð til Arnarfjarðar þar sem hann rændi þingmenn sona Hrafns.
Pétur Bárðarson lét hins vegar drepa þingmann Þorvalds þann er
Hermundur hét. Sá hafði oftlega verið í andskotaflokki Hrafns.10
Þórði Sturlusyni var falið að dæma í málinu vegna vígs Hrafns. Sá dómur
var á þá leið að Þorvaldur skyldi útlægur af landinu í fimm vetur og fara utan
samsumars nema hann færi á fund páfa, þá í þrjá vetur. Hundrað hundraða
skyldi greiða fyrir víg Hrafns. ‘Fyrir afhögg við Sturlu voru gervir sex tigir
hundraða.11 Fyrir afhögg Þórðar Vífilssonar þrír tigir hundraða. Fyrir
fjörráð við Pétur þrír tigir hundraða. ... Meðan Þorvaldur var utan lét Pétur
Bárðarson drepa Má Þorkelsson og höggva fót af Jóni Þorsteinssyni fyrir
það er þeir höfðu farið með Þorvaldi til aftöku Hrafns og höfðu eigi fé fyrir
sig goldið’.12
Næsta áratuginn er Sturlu Bárðarsonar hvergi getið. Engum getum
verður að því leitt hvar hann hafi dvalist eftir að Hrafn Sveinbjarnarson var
af lífi tekinn og hann orðinn örkumlamaður. Líklegt má telja að hann hafi
leitað hælis hjá Sturlungum frændum sínum. Sighvatur fluttist til Eyjafjarðar
1215, en á Hrafns sögu er helst að skilja að ótrygg vinátta hafi verið með
8 Sturlunga I, 241.
9 Sturlunga I, 243.
10 Sturlunga I, 244.
11 í Rafns sögu Sveinbjarnarsonar sem prentuð er í Biskupasögum Hins íslenska
bókmenntafélags stendur hins vegar xxx hundraða. Biskupa sögur, Kaupmannahöfn
1858 nón Sieurðsson sá um útgáfunal I, 675
12 Sturlunga I, 245.