Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 113
Var Sturla Bárðarson höfundur Gísla sögu
111
honum og Hrafni. Snorri Sturluson fór til Noregs 1218 og kom aftur 1220,
en Þorvaldur Vatnsfirðingur kom aftur úr Rómarferð 1217 og settist að í
Vatnsfirði. Þórður Sturluson sat um kyrrt, en hann kom mest við mál
Hrafns og Þorvalds. Sturla Bárðarson var með honum í för til alþingis eins
og fyrr er frá greint og ekki annað að sjá en þar hafi verið vinátta með
frændsemi.
Guðmundur biskup Arason sat ekki á friðarstóli í biskupsdómi sínum.
Ásbirningar fóru þá með völd í Skagafirði og áttu í útistöðum við biskup og
hröktu hann frá biskupssetrinu þegar þeim bauð svo við að horfa. Arnór
Tumason stóð fyrir einni slíkri aðför árið 1218. Svo fór að Guðmundur
biskup komst undir verndarvæng Eyjólfs Kárssonar, tengdasonar Hrafns
Sveinbjarnarsonar á Eyri. Biskup fór vítt um Norðurland með flokk sinn
sumarið 1220. Til bardaga kom með mönnum biskups og sveit þar sem
Sighvatur Sturluson og Arnór Tumason voru fyrirliðar og var barist með
grjóti og lögum. Þar hlaut Sturla Sighvatsson steinshögg. Þessi bardagi var á
Helgastöðum í Reykjadal 29. ágúst. Eftir bardagann var biskup fram eftir
hausti á ferðalögum norðan og austanlands, en fór síðan Sprengisand allt
suður í Odda og var þar um veturinn. Sumarið eftir fór hann hann vestur um
land til Borgarfjarðar og þaðan til Hóla. Þórður Sturluson fylgdi honum
norður, en Skagfirðingar vildu þá enn sem fyrr ýta honum burt.
Arnór Tumason andaðist þennan sama vetur, en Tumi Sighvatsson bauð
Skagfirðingum að hafa forustu á hendi gegn yfirgangi biskups. Guðmundur
biskup sá þann kost vænstan að fara á jólaföstu 1221 frá Hólum og út í
Málmey, en Tumi settist að á Hólum. í flokki þeim sem fylgdi biskupi til
Málmeyjar eru nafngreindir Pétur Bárðarson, Eyjólfur Kársson og Aron
Hjörleifsson auk fleiri manna. Hinn 3. febrúar fóru allir hinir röskvari menn
úr liði biskups til Hóla nema Pétur Bárðarson. Hann vildi eigi fara að Tuma
frænda sínum.13 Af ferð biskupsmanna er það að segja að þeir komu að
Tuma óvörum, sóttu hann með eldi og tóku af lífi og tvo menn aðra, en
fóthjuggu tvo. Með vordögum fór Guðmundur biskup til Grímseyjar frá
Málmey.
Sturla Sighvatsson hafði tekið við búi á Sauðafelli og mannaforráðum í
Dölum þegar þetta var. Vorið 1222 sendi Sighvatur honum orð að koma
norður með fjölmenni, en Sighvatur safnaði liði um Eyjafjörð. Síðan drógu
þeir að sér skip og fóru með 300 manna skipalið til Grímseyjar. Þar var fyrir
70 manna lið sem vopnfært var talið. Þegar Aron Hjörleifsson bjóst til
varnar og hafði vopn Tuma Sighvatssonar í hendi, gaf biskup honum það
heilræði að vera góður við fátæka menn og bætti því við að þeir ættu eftir að
sjást. Aron kvað sig dreymt hafa að biskup legði yfir hann skikkju sína um
nóttina.14
Aron bjóst til varnar þar sem Sturla Sighvatsson var fyrir. Hann lagði til
13 Sturlunga I, 273.
14 Sturlunga I, 276.