Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 116
114
Aðalgeir Kristjánsson
Sturluson og Þorvaldur sættust og Sighvatur gekk svo frá málum að
Jónssynir fengu að sitja að búum sínum í griðum af Þorvalds hálfu. Hins
vegar fór hann að Oddi Álasyni og ætlaði að brenna hann inni, en Oddur
hélt lífi gegn hundraði hundraða í fjárútlátum.
Haustið 1224 var brúðkaup haldið í Stafaholti. Þar gifti Snorri Sturluson
Þorvaldi dóttur sína Þórdísi. Ekki lét Þorvaldur rekkjubrímann glepja fyrir
sér nema skamma stund því að síðar um haustið fór hann að Hrafnssonum
vestur að Eyri, en þeir stukku undan. Þorvaldur tók upp búið á Eyri og lagði
gjöld á alla þingmenn þeirra, en Hrafnssynir fóru suður um Breiðafjörð fyrst
til Þórðar Sturlusonar, en hann sendi þá til Helgafells á fund Halls ábóta sem
verið hafði mágur þeirra.
Snorri Sturluson hélt uppteknum hætti að efla veldi sitt með tilstyrk
dætra sinna sem hann gifti Gissuri Þorvaldssyni og Kolbeini unga 1224 og
1228. Einnig jók hann auð sinn með því að gera helmingafélag við Hallveigu
Ormsdóttur féríkustu konu á íslandi. Þau viðskipti urðu árið 1224.
Veturinn 1226-27 var fellivetur mikill og dó hundrað nauta fyrir Snorra
Sturlusyni. Engu að síður hafði hann jóladrykki eftir norrænum sið og þess
getið að þar hafi mannmargt verið. Einn þeirra sem þar er nafngeindur er
Sturla Bárðarson. Þar voru einnig synir Snorra og synir Hallveigar, Ólafur
og Sturla, synir Þórðar Sturlusonar og Þórður, son Þorvalds Vatnsfirðings.
íslendinga saga bregður að síðustu upp mynd af Sturlu Bárðarsyni frá
sumrinu 1228. ‘Það var eitt kveld er Snorri sat í laugu að talað var um
höfðingja. Sögðu menn að þá var engi höfðingi slíkur sem Snorri en þó mátti
engi höfðingi keppa við hann fyrir sakir mægða þeirra er hann átti. Snorri
sannaði það að mágar hans væru eigi smámenni.
Sturla Bárðarson hafði haldið vörð yfir laugunni og leiddi hann Snorra
heim og skaut hann fram stöku þessi svo að Snorri heyrði:
Eigið áþekkt mægi
orðvitr sem gat forðum,
ójafnaðr gefst jafnan
ilía, Hleiðar stillir’.23
Efni stökunnar er á þá leið að tengdir Snorra séu áþekkar mágsemdum
Hrólfs kraka Danakonungs. Mágur hans, Hjörvarður Svíakonungur, sveikst
að honum og felldi hann fyrir áeggjan Skuldar drottningar systur Hrólfs.
Þannig hverfur Sturla Bárðarson af sögusviði íslendinga sögu, örkumla
maður sem styður og leiðir höfðingja sem stóð völtum fótum.
Hér verður engum getum að því leitt hvað Sturla Bárðarson lifði lengi
eftir þennan atburð. Líklegt má telja að hann hafi verið nálægt fimmtugu árið
1228. Hann hefir örugglega fylgst náið með þeim atburðum sem nú fóru í
23 Sturlunga I, 305.