Skáldskaparmál - 01.01.1992, Síða 117
Var Sturla Bárðarson höfundur Gísla sögu 115
hönd því að þáttaskil urðu í viðskiptum ættmenna hans við Þorvald
Vatnsfirðing.
Vinátta Sturlu Sighvatssonar og Þorvalds Vatnsfirðings varð endaslepp.
Svo var komið sumarið 1228 að Snorri Sturluson taldi Sturlu Sighvatsson
ótrúlegan.24 í upphafi ágústmánaðar sama sumar var Þorvaldur á leið til
Vatnsfjarðar við fáa menn, en sinnti í engu varnaðarorðum Þórðar Sturlu-
sonar og taldi ólíklegt að Hrafnssynir yrðu banamenn sínir. Hrafnssynir
vissu um ferðir hans og komu að honum óvörum á Gillastöðum aðfaranótt
6. ágústs og brenndu hann inni, en Þórdís kona hans var út dregin um
vegginn. Það kann að hafa verið herbragð að Sturla Sighvatsson var nefndur
ásamt fleirum sem mundu greiða atlögu um nóttina. Svo var ekki, en
Hrafnssynir flúðu á náðir hans og Sturla sendi þá til föður síns norður að
Grund.
Þórður og Snorri, Þorvaldssynir, fóru hina svonefndu Sauðafellsför
veturinn eftir. Maður er Sveinn hét, ísfirskur, og kallaður Rauð-Sveinn, dró
lokur frá hurðum. Hann kom síðar við sögu þegar Órækja Snorrason fékk
hann til að vinna á Oddi Álasyni. Þorvaldssynir náðu hvorki Sturlu Sighvats-
syni né gátu haft Solveigu konu hans, sem lá á sæng, á brott með sér, en
rændu þar og gerðu önnur hervirki. Sturla var ekki heima, en þegar hann
heyrði að Solveig var heil, spurði hann einskis. Samt hafði hann Snorra
Sturluson grunaðan um vitorð.
Fjórum árum síðar gerði Sturla Sighvatsson Vatnsfirðingum fyrirsát og
tók þá bræður, Þórð og Snorra, af lífi. Þar með var veldi Vatnsfirðinga komið
í hendur Sturlunga.
Þórdís Snorradóttir sat í Vatnsfirði eftir að Þorvaldur var inni brenndur.
Þau höfðu eignast son er Einar hét. Hún hneigðist hvergi til einlífis að
honum gengnum. Hún varð fljótlega barni aukin af völdum Ólafs Æðeyings.
Af því leiddi að hann varð að selja Snorra Sturlusyni sjálfdæmi. Hann gerði
af honum Æðey, en frændur hans skyldu leysa ef þeir vildu.25 Sumarið 1232
var Þórdís komin í kærleika við Odd Álason, en ástaryndi þeirra varð
skammvinnt því að Ólafur Æðeyingur kom og umkringdi bæinn, en ekki
kom til vopnaskipta því að Oddur hafði um sig sveit manna. Sumarið eftir
fæddi Þórdís meybarn að Staðarhóli í Dölum og var Oddur talinn faðir að.
Snorri Sturluson lét Órækju son sinn taka við búi í Vatnsfirði og
mannaforráði því er Einar Þorvaldsson átti og þótti Þórdísi illt upp að
standa. í upphafi voru kærleikar með Oddi Álasyni og Órækju. Þeir fóru
saman að Ólafi Æðeyingi og Snorra Magnússyni í Æðey og kúguðu þá til
sjálfdæmis. Engu að síður tókst að gera Odd tortryggilegan í augum Órækju
og lauk því svo að Órækja fór að honum og lét taka hann af lífi. Það var
Rauð-Sveinn sem verkið vann.26
24 Sturlunga I, 305.
25 Sturlunga I, 347.
26 Sturlunga I, 354.