Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 123

Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 123
Var Sturla Bárðarson höfundur Gísla sögu 121 en saga hans var færð í letur. ‘Þó hefír höfundur sögunnar að miklu leyti fengið efni hennar í sundurlausum sögnum. Hann hefir notað vísurnar til að steypa samfellda heild úr þessu efni’.36 E. t. v. er það sem greint er frá Grásíðu í sambandi við bardagann á Breiðabólstað bergmál frá einni slíkri sögn. Hana og aðrar áþekkar gæti Sturla Bárðarson hafa þekkt jafnt og hver annar. Notkun morðvopnsins Grásíðu gengur eins og endurtekið stef gegnum Gísla sögu. Peter Foote benti á í áðurnefndri grein að það er hvergi nefnt í vísum sögunnar og lætur sér detta í hug að það sé seint til komið á þróunar- ferli söguefnisins. Víg Bjarnar Þorvaldssonar á Breiðabólstað og sú skil- greining á Grásíðu sem fylgir í frásögn íslendinga sögu gæti bent til óljósra sögusagna. Ekki þarf að efa að margt hefir verið rætt um víg Bjarnar Þorvaldssonar í Reykholti þar sem ekkja hans varð síðar húsfreyja þar á bæ og synir hennar voru þar langdvölum. Ekki er vitað með hvaða hætti Grásíða komst í eigu Sturlu Sighvatssonar. E. t. v. hefir verið litið á hana eins og ættargrip sem Oddaverjar hafi fært tengdamanni sínum að gjöf enda þótt sá böggull fylgdi skammrifi að eignarhald á henni skapaði eigandanum aldur- tila. Gísla saga er auðug af kveðskap. í henni er á fjórða tug vísna þar sem höfundar er getið auk draumvísna. Gísla eru eignaðar 30 dróttkvæðar vísur, tvær vísur undir kviðuhætti, ein runhend vísa og tveir vísufjórðungar, annar undir fornyrðislagi en hinn dróttkvæður. Annar kveðskapur sem sagan geymir er kveðinn á líkan hátt. Fræðimenn hafa ekki verið á einu máli um hvort vísurnar væru ortar á 10. öld og upprunalegar. Dr. Björn K. Þórólfsson hallaðist öðrum fremur að því að þær gætu verið upprunalegar nema draumvísurnar og örugglega eldri en sagan. Vísur Gísla sögu væru greinilega ortar á eldra málsstigi en kvæði Snorra Sturlusonar. Samt gerði hann þá undantekningu að bragarháttur 21. vísu, runhenda með sex samstafa vísuorðum sem í dróttkvæðu, færi ekki að tíðkast fyrr en á 13. öld og gæti því ekki verið frá söguöld og til sömu aldar bendi riðhendan í 31. vísu.37 Finnur Jónsson taldi að vísur Gísla sögu bæru einkenni sama skálds. Dr. Björn K. Þórólfsson tóku undir þetta og benti á það sem einkenni að í kvenkenningum væru notuð ásynjuheiti sem stofnorð þeirra. I nafnaþulum Snorra-Eddu er 35 ásynjuheiti, en 20 þeirra koma fyrir í vísum Gísla sögu. Dr. Björn K. Þórólfsson sýndi fram á að af þessum 15 heitum sem ekki finnast í Gísla sögu komu sum þeirra aldrei fyrir í kvenkenningum.38 Einhvern kann að undra að Snorri Sturluson skuli ekki vitna til vísna Gísla Súrssonar í Skáldskaparmálum. Þar tekur hann erindi eða brot úr kvæðum og vísum 70 skálda, en sýnishornin eru 411 alls, þar á meðal sýnishorn af kveðskap forfeðra sinna og frænda og er Egill Skallagrímsson 35 íslenzk fornrit VI, 5-14. 36 íslenzk fornrit VI, XXXV. 37 íslenzk fornrit VI, vi-vii.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288
Page 289
Page 290
Page 291
Page 292
Page 293
Page 294
Page 295
Page 296
Page 297
Page 298
Page 299
Page 300
Page 301
Page 302
Page 303
Page 304
Page 305
Page 306
Page 307
Page 308

x

Skáldskaparmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.