Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 123
Var Sturla Bárðarson höfundur Gísla sögu
121
en saga hans var færð í letur. ‘Þó hefír höfundur sögunnar að miklu leyti
fengið efni hennar í sundurlausum sögnum. Hann hefir notað vísurnar til að
steypa samfellda heild úr þessu efni’.36 E. t. v. er það sem greint er frá
Grásíðu í sambandi við bardagann á Breiðabólstað bergmál frá einni slíkri
sögn. Hana og aðrar áþekkar gæti Sturla Bárðarson hafa þekkt jafnt og hver
annar.
Notkun morðvopnsins Grásíðu gengur eins og endurtekið stef gegnum
Gísla sögu. Peter Foote benti á í áðurnefndri grein að það er hvergi nefnt í
vísum sögunnar og lætur sér detta í hug að það sé seint til komið á þróunar-
ferli söguefnisins. Víg Bjarnar Þorvaldssonar á Breiðabólstað og sú skil-
greining á Grásíðu sem fylgir í frásögn íslendinga sögu gæti bent til óljósra
sögusagna. Ekki þarf að efa að margt hefir verið rætt um víg Bjarnar
Þorvaldssonar í Reykholti þar sem ekkja hans varð síðar húsfreyja þar á bæ
og synir hennar voru þar langdvölum. Ekki er vitað með hvaða hætti Grásíða
komst í eigu Sturlu Sighvatssonar. E. t. v. hefir verið litið á hana eins og
ættargrip sem Oddaverjar hafi fært tengdamanni sínum að gjöf enda þótt sá
böggull fylgdi skammrifi að eignarhald á henni skapaði eigandanum aldur-
tila.
Gísla saga er auðug af kveðskap. í henni er á fjórða tug vísna þar sem
höfundar er getið auk draumvísna. Gísla eru eignaðar 30 dróttkvæðar vísur,
tvær vísur undir kviðuhætti, ein runhend vísa og tveir vísufjórðungar, annar
undir fornyrðislagi en hinn dróttkvæður. Annar kveðskapur sem sagan
geymir er kveðinn á líkan hátt. Fræðimenn hafa ekki verið á einu máli um
hvort vísurnar væru ortar á 10. öld og upprunalegar. Dr. Björn K. Þórólfsson
hallaðist öðrum fremur að því að þær gætu verið upprunalegar nema
draumvísurnar og örugglega eldri en sagan. Vísur Gísla sögu væru greinilega
ortar á eldra málsstigi en kvæði Snorra Sturlusonar. Samt gerði hann þá
undantekningu að bragarháttur 21. vísu, runhenda með sex samstafa
vísuorðum sem í dróttkvæðu, færi ekki að tíðkast fyrr en á 13. öld og gæti
því ekki verið frá söguöld og til sömu aldar bendi riðhendan í 31. vísu.37
Finnur Jónsson taldi að vísur Gísla sögu bæru einkenni sama skálds. Dr.
Björn K. Þórólfsson tóku undir þetta og benti á það sem einkenni að í
kvenkenningum væru notuð ásynjuheiti sem stofnorð þeirra. I nafnaþulum
Snorra-Eddu er 35 ásynjuheiti, en 20 þeirra koma fyrir í vísum Gísla sögu.
Dr. Björn K. Þórólfsson sýndi fram á að af þessum 15 heitum sem ekki
finnast í Gísla sögu komu sum þeirra aldrei fyrir í kvenkenningum.38
Einhvern kann að undra að Snorri Sturluson skuli ekki vitna til vísna
Gísla Súrssonar í Skáldskaparmálum. Þar tekur hann erindi eða brot úr
kvæðum og vísum 70 skálda, en sýnishornin eru 411 alls, þar á meðal
sýnishorn af kveðskap forfeðra sinna og frænda og er Egill Skallagrímsson
35 íslenzk fornrit VI, 5-14.
36 íslenzk fornrit VI, XXXV.
37 íslenzk fornrit VI, vi-vii.