Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 128
126
Gudrún Ingólfsdóttir
héraðsþings), en varð að fá karlmann til að vera „þingheyjanda" fyrir búinu.
Konur gátu því aðeins haft óbein áhrif á héraðs- eða landstjórn ef marka má
lögin.
III. Búandi konur íFljótsdæla sögu og Droplaugarsona sögu
Þær konur sem full yfirráð hafa í íslendinga sögum á búi og töluverð áhrif
úti í samfélaginu koma utanfrá, þ.e.a.s. eiga sér forsögu annarsstaðar en í
íslensku ættarsamfélagi. I vissum skilningi eru þær allar landvinningamenn.
Flestar eru þessar konur ættstórar ekkjur og því valdameiri en kynsystur
þeirra (sbr. hér að framan). Fæstar eiga þær aukinheldur syni á lífi. Þetta eru
Unnur/Auður djúpúðga í Laxdælu og Eiríks sögu (frá Irlandi), Esja í
Kjalnesinga sögu (frá írlandi), Gróa og Droplaug í Fljótsdæla sögu (frá
Hjaltlandi) og Geirríður í Eyrbyggja sögu (frá Noregi?). Um þessar konur er
fjallað í sögum þar sem aðalpersónan er kona (Eiríks saga og Laxdæla) eða
frásögnin er mjög hliðholl konum (Fljótsdæla saga, Kjalnesinga saga og
Eyrbyggja). Patricia Conroy bendir á þetta í ágætri grein um Eiríks sögu og
Laxdælu:
But despite the striking differences in the subject matter of these two sagas, both
their authors chose to strucmre their narratives in exactly the same way, as
stories about a woman and her several husbands. (Patricia Conroy 1985:116)
Unnur djúpúðga er tignust þessara kvenna, en hún er ekkja herkonungs.2
Hún er að auki sú eina sem nemur land að hætti karlmanna.3 Engin kona
íslendinga sagna önnur en Unnur hefur völd eða tign til jafns við karla (sbr.
Sígildar sögur 2. Skýringar 1987:215).
Fljótsdæla saga og Droplaugarsona saga segja að miklu leyti frá sömu
persónum og því er forvitnilegt að bera þær saman í ljósi þess að í Fljótsdælu
2 Þetta kemur fram í Landnámu og Eiríks sögu en er ekki sagt beinum orðum í
Laxdælu.
3 í Landnámu er sagt frá nokkmm landnámskonum á Islandi. Merkust þeirra er Auður
djúpúðga, en aðrar em t.d.: Arndís hin auðga í Bæ í Hrútafirði, Ásgerður í Katanesi,
Geirríður í Borgardal (sbr. hér að ofan), Steinunn hin gamla á Rosmhvalanesi,
Þorbjörg stöng í Stangarholti, Þorgerður að Sandfelli og Þuríður sundafyllir í
Bolungarvík. Þegar Þorgerður að Sandfelli nemur land getur Hauksbók Landnámu
þess að landnám kvenna var takmörkum háð:
En þat var mælt, at kona skyldi eigi víðara nema land en leiða mætti kvígu
tvævetra várlangan dag sólsetra <í> millim, hálfstalit naut ok haft vel. Því
leiddi Þorgerðr kvígu sína undan Tóptafelli skammt frá Kvíá suðr ok í
Kiðjaklett hjá Jpkulsfelli fyrir vestan. Þorgerðr nam því land um allt
Ingólfshpfðahverfi á millim Kvíár ok Jpkulsár ok bjó at Sandfelli.
(íslendingabók, Landnámabók 1968:321 (I (2)))
Þessi frásögn stangast hins vegar á við frásagnir í sama riti af landnámi Auðar
djúpúðgu.