Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 129
Að utan
12 7
koma konurnar utanfrá en í Droplaugarsona sögu eru þær sprottnar upp úr
íslensku ættarsamfélagi.4
Aðalkvenhetjur Fljótsdæla sögu, systurnar Droplaug og Gróa koma eins
og áður sagði frá Hjaltlandi og eru mjög ættstórar. Höfundur stillir þeim upp
sem andstæðum.5 Droplaug siglir inn í söguna með manni sínum og á við
honum tvo syni, en barnlausa ekkjan Gróa kemur á eigin skipi og kaupir
jörð.6 I samræmi við það hefur Gróa mun meiri völd í sögunni en Droplaug,
enda giftist hún ekki inn í ættarsamfélagið þótt ýmsir verði til að biðja
hennar. Ekki einasta sættir hún Droplaugarsyni þrisvar við fjendur þeirra,
heldur fær hún sjálfdæmi þegar þeir vega Tordýfil sem farið hefur með brigsl
um Droplaugu og Helga son hennar. Gróa á þannig þátt í að halda uppi reglu
og varðveita frið í samfélaginu.7 Droplaug giftist hins vegar tvisvar, og í
seinna skiptið til að rétta halla í búrekstrinum, en slíkt neyðist Gróa aldrei til
að gera, þótt hún beri ekki síður kostnað af sonum Droplaugar. Drop-
laugarsynir eru ýmist með Bessa sem tekið hefur Helga í fóstur, móður sinni
eða Gróu. Einnig leggur Gróa fram fé og ýmsa góða gripi í sættargerðum
sínum. Þegar Droplaug giftist Hallsteini greinir hún að vísu ekki ástæður
þess halla sem búið hefur orðið fyrir:
Droplaug svarar: „Auðséð er það að Hallsteinn hefur séð það að þú [þ.e. Helgi
sonur Droplaugar] ert fjárfastur. Höfum vér þó þess fjár lengi vel notið að
Þorvaldur faðir ykkar hefur átt og saman dregið. Hefur nú síðan mjög í kostnað
gengið því að hvert haust verðum vér niður að leggja mart fé í bú vort en á
4 Töluverður aldursmunur hefur verið talinn á Fljótsdælu og Droplaugarsona sögu.
Fljótsdæla er yfirleitt talin yngst íslendinga sagna (frá síðari hluta 15. aldar eða 16.
öld), en Droplaugarsona saga er í hópi þeirra elstu (frá upphafi 13. aldar) (sbr.
Austfirbinga SQgur 1950:LXXX-LXXXI, XCVIII, Jónas Kristjánsson 1978:300, 307
og Islendinga sögur I 1985:xiv). Stefán Karlsson hefur hins vegar tjáð mér að færa
megi að því rök að Fljótsdæla saga sé ekki yngri en frá 14. öld.
5 Þegar höfundur kynnir þær systur til sögunnar leggur hann áherslu á útlit Droplaugar
en skapgerð Gróu:
Droplaug:
Hún sat í rauðum kyrtli en svo fögur sem honum sýndist hún í svefninum þá
sýndist hún honum nú miklu fegri. (Islendinga sögur I 1985:681)
Gróa:
Hún var kvenna minnst en afbragðlega sjáleg, greyp í skapi og skörungur
mikill og forvitra. (Islendinga sögur I 1985:687)
6 Þrátt fyrir þetta er það Droplaug sem kemur undir Gróu fótunum á íslandi:
Svo fór það til að þær systur keyptu þessa jörð og setur Gróa þar bú saman og
fékk Droplaug henni málnytu og aðra þá hluti er hún þurfti að hafa til búsins.
(íslendinga sögur I 1985:687)
Veldi Gróu er þannig aukið með hjálp annarrar konu. Karlar koma þar hvergi nærri
og því eru skilmálar þeirra víðs fjarri.
7 Þetta á einnig við um Unni djúpúðgu í Laxdælu en eftir dauða hennar snýst allt á verri
veg. Margir hafa fjallað um þetta og þar á meðal Patricia Conroy: „In Laxdœla we
hear how Bolli’s ancestor Unn the Deep-Minded settled Hvammsfjörð and provided
wisely for her heirs, setting a high standard of behavior from which future
generations of her clan turned aside.“ (Patricia Conroy 1985:118)