Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 133
Að utan
131
líkingu við frásögn Fljótsdælu15 (sbr. hér að framan). Karlarnir sitja bara og
ræða um það sín á milli „hverjar konur væru fremstar þar í héraði.“
(Islendinga sögur 1 1985:349). I báðum sögum gegna Gróa og Droplaug hins
vegar svipuðu hlutverki þó að allt sé miklu stærra í sniðum í Fljótsdælu, bæði
valdsvið þeirra á búi svo og ættgöfgi. Droplaug er þolandi og þó aðallega
gerandi, en Gróa bjargvættur, hún kemur Droplaugu og sonum hennar til
hjálpar þegar mikið er í húfi.
Agnes S. Arnórsdóttir dregur þá ályktun af rannsóknum sínum á Sturlunga
sögu og Grágás að konur og karlar hafi staðið jafnfætis á búi. Konur hafi
ráðið innan stokks og karlar utan stokks en til að reka búið hafi samvinna
verið nauðsynleg:
Mellom kjannene var et avhengighetsforhold, de kunne ikke drive gárden, eller
det ovrige samfunn uten á sammarbeide. (Agnes S. Arnórsdóttir 1990:182)
Þessa viðhorfs gætir að nokkru leyti í íslendinga sögum. í Reykdæla sögu
segir t.d. af því að Háls bóndi treystist vart til að stunda búskap þegar kona
hans hleypst á brott úr búinu:
Svo er sagt að Helga Granadóttir hljóp nú frá búi Háls bónda síns og heim til
föður síns ... Háls fer nú á fund Áskels og biður hann eiga hlut að við Helgu að
hún færi heim aftur til bús síns ... segir að varla þóttist hann mega búi halda ef
Helga kona hans kemur eigi heim ... (Islendinga sögur II 1986:1755-56)
Þess er og sums staðar getið að ógiftir karlmenn eða ekkjumenn setji
matseljur eða bústýrur fyrir bú sín:
Hann var þá kvonlaus og hafði svo lengi verið. Hafði hann sett ýmsar matseljur
fyrir bú sitt. (Fljótsdæla saga, Islendinga sögur I 1985:689)
15 Fljótsdæla er eina sagan sem hefst á nafni konu: „Þorgerður hét kona. Hún bjó í
Fljótsdal austur.“ (Islendinga sögur I 1985:674). Jón Jóhannesson segir hins vegar að
Fljótsdæla hafi aldrei verið sérstök saga, heldur samin sem framhald af Hrafnkels
sögu:
í ÁM. 551 c, 4to (551) eru þrjár sögur. Miðsagan er geysilöng, og vantar þó á
hana bæði upphaf og endi. Hefir endirinn aldrei verið skráður þar, en upphafið
hefir glatazt (líklega eitt blað) og þar með fyrirsögnin, ef hún hefir nokkur
verið. Sögu þessari má skipta í tvo hluta. Fyrri hlutinn er Hrafnkels saga,
nokkuð breytt og aukin ... en hinn síðari er hér kallaður Fljótsdæla saga.
Kemur sá hluti í beinu framhaldi af Hrafnkels sögu, án fyrirsagnar og
nokkurra skila annarra en þeirra, sem venjuleg eru þar við kapítulaskipti (um
hálf lína). Er því ljóst, að síðari hlutinn er eigi talinn sérstök saga í handritinu
og hefir aldrei verið, heldur er hann saminn sem viðauki við Hrafnkels sögu og
ber þess ýmsar minjar. (Austfirðinga SQgur 1950:XCII)
Vert er þó að ítreka að það að sagan hefst á nafni konu kemur vel heim við hversu
stóran sess þær skipa í sögunni og völd þeirra og virðing er meiri en í flestum
íslendinga sögum. Einnig má benda á að Jón Jóhannesson skilgreinir aldrei í útgáfu
sinni hugtakið sjálfstxð saga.