Skáldskaparmál - 01.01.1992, Side 138
136
Bergljót S. Kristjánsdóttir
auk þess birtist það í ýmsum myndum í handritum og þá ýmist sem
karlkyns- eða kvk. orð.2 Oftast er orðið talið merkja ‘þeir sem stara’ en orðið
‘gægur’ er skýrt sem ‘flírulegt augnaráð’, ‘augnagotur’ eða ‘laumulegt augna-
tillit’.3 Samkvæmt því segir Þórhildur við Þráin svona nokkurnveginn: Ég
þoli ekki glápara, augun í þér standa á stilkum Þráinn. Orð hennar eru
‘flimtan’, þ.e. háð eða spott en eru þau fáryrði? Kannski, ekki síst ef þeir
fræðimenn hafa rétt fyrir sér sem líta svo á að orðið gapriplar kunni að vera
skylt færeyska og sænska orðinu ‘rippa’ sem þýðir ‘vergjörn stelpa’ eða
íslenska orðinu ‘ripill’ sem merkir ‘stutt pils’ eða ‘pilsgopi’.4 Þá tekur Þór-
hildur ansi stórt upp í sig og segir máski: „Stelpur með brókarsótt eru óþol-
andi“. En merkilegt má þá kallast, miðað við aðrar frásagnir sögunnar, að þau
feðgin Höskuldur og Hallgerður hræra hvorki legg né lið þegar að Þorgerði
er ráðist með slíkum hætti og það í brúðkaupi móður hennar.
Nú skal reyndar nefnt að áður hefur komið fram í sögunni að Þórhildur
hafi verið „orðgífur mikið“ og Þráinn hafi unnað „henni lítið“ svo að
kannski ber einungis að líta svo á að vísubrotið sé dropinn sem fylli mælinn
(161-2). En vísan kann líka að vera grófari en hún virðist. Ursula Dronke
nefnir í neðanmálsgrein við Njáluritgerð sína að orðið ‘gapripill’ kunni að
eiga við „erotic excitement“ Þráins og vísar til skýringa í íslenzkum
fornritum á merkingu færeysku sagnarinnar ‘rippast’ þ.e. að vera með
brókarsótt.5 Ég fletti upp í nokkrum orðabókum um daginn og komst þá að
raun um að Ásgeir Bl. Magnússon gerir í orðsifjabók sinni ráð fyrir að orðið
gapripill merki ‘sá sem gónir og gapir’ en skýrir kenninguna nánar og bætir
við „eiginl. ‘gap- eða glápstaur’ sbr. gapa og nno. ripel ‘stafur, staur’...“6 Af
viðbótinni gat ég ekki annað séð en Ásgeir væri í svipuðum hugleiðingum og
Dronke. Þar með lá sumsé beint við að líta á riplana sem fallusarmynd og
túlka fyrri og síðari hendinguna í vísubroti Þórhildar sem hliðstæða lýsingu
á augum Þráins og kynfærum. Myndin sem upp reis var vægast sagt
stórkarlaleg: kallinn andspænis æskublóma Þorgerðar og allt á stilkum hjá
honum, uppi og niðri.
En þá er komið að kjarna málsins. Þegar mér var nú orðið ljóst að skýra
mætti vísuna svo að hún væri óumdeilanlega fáryrði - var ég þá ekki alsæl?
Nei, ég varð meira að segja fljótlega sannfærð um að slík túlkun væri sögunni
til lýta. í brúðkaupi Gunnars og Hallgerðar birtist Þráinn Sigfússon les-
2 Leshættir eru ‘gaprípur’, ‘gapriplar’ (kk/kvk) og ‘gafhriflur’, sbr. Konráð Gíslason.
1889. Bemærkninger til kvadene i Njála. Islendinga sögur, udgivne efter gamle
Haandskrifter, 4. bindi. Kaupmannahöfn, 428.
3 Sjá t.d. skýringar í Njáls saga. 1944. Magnús Finnbogason bjó til prentunar.
Reykjavík, 253; Brennu-Njáls saga I. 1968. Jón Böðvarsson bjó til prentunar.
Reykjavík, 83; Brennu-Njáls saga. 1954. Einar Ólafur Sveinsson gaf út. íslenzk
fornrit 12. bindi. Reykjavík, 89
4 Sjá t.d Brennu-Njáls saga. 1954. Einar Ólafur Sveinsson gaf út. íslenzk fornrit 12.
bindi. Reykjavík, 89.
5 Ursula Dronke. 1980. The Role of Sexual Themes in Njáls saga. London, 25.
6 Ásgeir Bl. Magnússon. 1990. íslensk orðsifjabók. Reykjavík, 230.