Skáldskaparmál - 01.01.1992, Side 140
138
Bergljót S. Kristjánsdóttir
Hér mætti einnig til gamans nefna - þó ekki tengist það augum - að hug-
myndin um kossinn sem fjórða stig ástarinnar og undanfara samfara, skýrir
kannski nokkuð hvers vegna Kormákur Ögmundarson þurfti ýmist að láta
lausar gersemar eða standa undir brugðnu sverði er hann gerðist óspar á
kossa sína við annars manns konu (1507).
Allt frá 12. öld gerðu menn sér nákvæmar hugmyndir um hvernig fólk
skynjaði fegurð og hvernig ástarþrá leystist úr læðingi. Mismunandi kenn-
ingar heimspekinga og kirkjufeðra - t.d. Platóns, Aristótelesar og Ágústín-
usar - um sálarlíf manna og virkni þess tóku þá á sig ýmsar myndir og
blönduðust án þess að úr þeim yrði eitt afmarkað hugmyndakerfi. Það þarf
ærlegan heimspeking til að rekja slíkar kenningar nákvæmlega, hér skal því
aðeins nefnt að miðaldalæknar töldu að ástin kviknaði þegar fyrir augu
manna bæri líkamsfegurð. Þeir byggðu á hinni röklegu þrískiptingu Aristót-
elesar á sálinni og gerðu ráð fyrir að menn næmu ástina með skynjuninni
(‘anima sensitiva’); fyrst með með hinu ytra skyni sálarinnar þ.e. sjón, heyrn,
ilman, smekk og snertiskyni, því næst með hinu innra skyni, þar sem ímynd-
unaraflið, umhugsunin og minnið koma til skjalanna og loks tæki lokastigið
rökhugsunin og skilningurinn (‘anima rationalis’) við. Að viti þessara lækna
reyndist mönnum innra skynið skeinuhættast ef þeir fengu ekki að njóta
þeirrar manneskju sem þeir elskuðu; bakþankarnir, umhugsunin um hana og
þar með síendurtekin mynd hennar í huga þeirra leiddi til ástarsýki eða
melankólíu og loks til dauða ef lækning bar ekki árangur. Meðal einkenna
ástarsýkinnar voru svefn- og lystarleysi og ójafnvægi í tilfinningum.9 í
fornbókmenntunum eru ýmsar frásagnir er kunna að lýsa ástarsýki af þessu
tagi t.d. frásögnin af Helgu Bárðardóttur sem unir sér að engu og mornar og
þornar er hún skilur við Miðfjarðar-Skeggja (53), svo ekki sé minnst á
ástarsýki föðurins Egils Skalla-Grímssonar (490).
Miðaldaguðfræðingar eru sem vænta mátti sýknt og heilagt að vara við
því í ritum sínum hvílíkar skelfingar geti af því hlotist ef fallega mannveru
ber fyrir augu e-s. Sumir þeirra eru m.a.s. þeirrar skoðunar að sjónin sé
frumorsök þess að lösturinn ‘luxuria’, þ.e. óhófið, verður yfirsterkari þeirri
dyggð sem kallast hreinleiki og verður þá skiljanlegt hvers vegna fegurð er
gjarna ills viti í fornsögunum.10 „Ærið fögur er mær sjá“ (124), segir Hrútur
og maður getur séð Njáluhöfund fyrir sér niðurbrotinn mann af
tilhugsuninni um skammvinnan hreinleik allra þeirra karla sem hann hefur í
hyggju að leiða fyrir meyna sem hún verður fullvaxta á kálfskinninu.
Tortryggni miðaldamanna andspænis fegurðinni markar einnig hug-
myndir margra þeirra um helstu forsendur hjúskapar. Petrus Lombardus
9 Aristoteles. 1985. Um sálina. Þýðandi Sigurjón Björnsson. Reykavík, 2. bók, 107-144.
Rudiger Schnell. 1985. Causa amoris. Liebeskonzeption und Liebesdarstellung in der
mittelalterlichen Literatur. Bern/Miinchen, 241-4.
10 Sjá Rudiger Schnell. 1985. Causa amoris. Liebeskonzeption und Liebesdarstellung in
der mittelalterlichen Literatur. Bern/Múnchen, 246.