Skáldskaparmál - 01.01.1992, Side 141
Skarðið í vör Skíða
139
telur t.d. í riti sínu Sententiae að mikilvægustu forsendurnar séu æxlunin og
það að forðast saurlífi. Til viðbótar nefnir hann þó tvenns konar hjúskapar-
markmið: annars vegar góð og siðleg, t.d. varnir gegn óvinum og friðarsamn-
inga, hins vegar miður góð og siðleg þ.e.a.s. þegar auðgunarsjónarmið eða
fegurð konu ráða ferðinni.11 Bók Lombardusar var gjarna kennd með
biblíunni í skólum á miðöldum og ekki er ólíklegt að hún hafi verið notuð á
svipaðan hátt á íslandi. Hafi svo verið er ekki að undra að kenningar
Lombardusar leiði hugann beint að Islendingasögunum þar sem girndarráð
er ævinlega af hinu illa en frændaráð gefast best og andstæðar fylkingar
innsigla gjarna friðinn við lok sögu með því að senda sinn fulltrúann hvor í
eina hjónasæng.
Hugmyndir miðaldamanna um ást og hjónaband voru þó vitanlega fjarri
því að vera einleitar. Meðan sú forna hugmynd lifði t.d. góðu lífi, að sönn ást,
‘caritas’, ætti rætur sínar í skynseminni, en fýsnin, ‘cupiditas’, sprytti af
sýninni, og byði syndinni heim, mátti í mörgum ritum finna röksemdir sem
réttlættu holdlega ást. Þegar skólastíkin var upp á sitt besta, litu ýmsir
guðfræðingar t.d. svo á að guð hefði gefið mönnum kynfærin og þar með
væru þau að náttúru af hinu góða, og á miðöldum var einnig þekkt sú
hugmynd að hið sýnilega vitnaði allt um guð og hið ósýnilega; guð hefði
skapað hvaðeina og því væri hann í öllu (‘universalsymbolismi’).12 Hér
skiptir heldur ekki litlu að afstaða til ástar og hjónabanda er misjöfn innan
ólíkra bókmenntagreina, svo ekki sé talað um einstakar sögur.
Giftingarmál, ástir í meinum og hjónavandi ýmiss konar setja mark sitt á
langflestar íslendingasagna þó í mismiklum mæli sé og um þessa þætti sé
fjallað með ólíkum hætti. Ég ætla ekki að gera minnstu tilraun hér til að gefa
yfirlit yfir hjónabönd og samfarir í íslendingasögum enda yrði það naumast
annað en einhvurs konar krafs í bakka. Þess í stað ætla ég að víkja nokkra
stund aftur að vanda nútímamanna sem fást við túlkun fornbókmenntanna.
Einhvern tíma heyrði ég sögu af gömlum bónda sem uppi var á fyrri hluta
aldarinnar og lét fóstra sinn ungan lesa fyrir sig Grettis sögu á hverjum vetri.
Gamli maðurinn fylgdist jafnan með lestrinum af athygli og brá ekki svip
nema örsjaldan - en ævinlega á sömu stöðum í frásögninni, vetur eftir vetur.
Þá kipptist hann örlítið til í sæti sínu og stundi: „Þetta hefðirðu betur látið
ógert Grettir minn, þá værirðu lifandi enn.“
Viðhorf gamla mannsins er bæði geðþekkt og fallegt að því leyti sem það
lýsir mannlegri samkennd og hlýju og sýnir hversu lifandi Grettir var fyrir
honum. En í því felst einnig helsti veikleiki þess; það miðast ekki við að
hetjan forna sé persóna í sögu, sem er að meira eða minna leyti skáldskapur,
og lúti þar með þeim lögmálum sem tiltekinn sagnritari skóp. Svipaða sögu
er að segja um ýmis skrif á síðari hluta 20. aldar, t.d. um fróðlega bók Óttars
11 Sama rit, 249.
12 Samarit, 157