Skáldskaparmál - 01.01.1992, Síða 145
Skarðið í vör Skíða
143
verða að fara utan. Þeir verða hins vegar skipreika og komast hvergi. Karli
tekst þó ekki að ganga milli bols og höfuðs á þeim m.a. vegna haldinyrða
þrælsins Skíða, verkstjóra Ljótólfs, sem verður að þola lemstran fyrir
þagmælsku sína og skaddast illa í andliti.
Að launum fyrir framgöngu sína krefst Skíði Ingvildar fagurkinnar.
Hún fellst á að gefast honum er Ljótólfur heitir honum fé og frelsi, en gerir
að skilyrði að Skíði hafi „fyllt skarðið í vör sinni á fimm vetra fresti svo“
henni „þyki vel fullt vera“ (1813).
Yfingar halda sem fyrr fram með Karli rauða og Ljótólfi. Einhverju
sinni er þó sættum hartnær náð er Ingvildur gerir sáttarfundinn að engu með
því að segja „að seint [muni] verða fyllt skarð í vör Skíða ef sjá sætt [skuli]
takast“ (1814). Skömmu síðar fellur Karl rauði í bardaga fyrir Skíða og
félögum hans.
Það er yngsti sonur Karls, Karl ómáli - sem framanaf ævi er talinn
afglapi - er verður síðar til að hefna hans og beinir þá hefndunum einkum að
Ingvildi. Þrettán vetra vitjar hann Skíða og Ingvildar, handtekur bóndann og
syni þeirra hjóna þrjá, bregður því næst sverði og spyr Ingvildi. „Hversu
mikið er nú skarð í vör Skíða?“ (1820) Hún neitar að þar sé nokkurt skarð.
Þá tekur hann syni hennar að henni ásjáandi heggur af þeim höfuðið,
hverjum af öðrum, og spyr eftir hvert högg áþekkrar spurningar og í fyrstu
en hún svarar jafnan á sama veg. Að þessu loknu gefur hann Skíða líf og
skipar honum af landi brott en lætur Ingvildi fara heim með sér.
Er nú skemmst frá því að segja að Karl felur Ljótólfi goða að fara með fé
sitt allt en tekur Ingvildi með sér utan, selur hana mansali í Danmörku en
heldur sjálfur í víking og kaupir Fagurkinnina í tötrum þremur vetrum síðar
af þeim sem hann hafði fyrr selt hana, og snýr með hana heim til Islands.
Hann dvelst einn vetur á íslandi, felur Ljótólfi þá aftur umsjá fjár síns en
siglir utan með Ingvildi og selur hana nú mansali í Svíþjóð. Sjálfur stundar
hann kaupferðir í þrjá vetur en kaupir Ingvildi sér til eignar á nýjan leik í
Noregi. Hefur hún þá gengið kaupum og sölum, og er svo illa leikin að hún
fellur um háls kvalara sínum Karli og grætur.
Meðan á öllu þessu gengur hefur Karl auðvitað alltaf, þegar Ingvildur er
nærri honum, borið upp spurningu sína við hana með sverðið bert. Ævinlega
hefur hann fengið sömu svör en eftir seinni þrælkunargöngu hennar bregður
svo við að hún kveður skarðið í vör Skíða aldrei munu verða fullt. Þá lýsir
Karl yfir því að hann muni ekki þjaka hana frekar. Hann gerir tilraun til að
skila henni til Skíða, en hann vill ekki sjá hana og færir Karl hana því
Ljótólfi goða með þeim orðum að hún muni nú ekki þykjast nokkrum
manni „of stór“ (1825). Ljótólfur tekur við henni, tregur þó og hið síðasta
sem lesandi heyrir um hana í sögunni er þetta: „... kunna menn það ei að
segja hvort hún hefir gift verið en sumir segja að hún hafi tortýnt sér af
óyndi.“ (1826)
Ljóst er að það er ekki venjan í íslendingasögum að menn snúi hefndum