Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 146
144
Bergljót S. Kristjánsdóttir
að konu sem með einum eða öðrum hætti hefur orðið völd að erjum manna
og vígum nema þá að um galdrakvendi sé að ræða. Hrottaskapurinn í
Svarfdælu er líka eins og fyrr var nefnt óvenjumikill sé miðað við íslendinga-
sögur almennt. í formála sínum að sögunni í íslenzkum fornritum rekur
Jónas Kristjánsson hugsanlega skyldleika frásagna af Karli ómála og Ingvildi
við t.d. amlóðasögur, sögur af tamningu kvenskassins og dramblátu
kóngsdótturinni sem smáir alla biðla sína og hlýtur fyrir refsingu og
niðurlægingu.17 Eflaust er rétt að skýra sérstöðu Svarfdælu m.a. á þann veg
að hún beri sterkara mark ævintýra og flökkusagna en ýmsar aðrar
íslendinga sögur. Hér skiptir þó ekki minna máli að huga að því hvernig
unnið er í sögunni með ólík minni, hvað henni er ætlað að segja - og
hvernig hún kann að tengjast umræðuefni okkar.
Þrátt fyrir grimmilegar aðfarir Karls í sögunni er greinilegt að lesendur
eiga að líta á hann sem friðarins mann. Það má t.d. sjá af því að hann gefur
banamanni föður síns, Skíða, líf og aflar sér vináttu Ljótólfs, höfuðand-
stæðings ættar sinnar, með því að fela honum umsjá fjár síns En hvernig
stendur þá á því að þessi maður sem sögunni samkvæmt fær eftirmælin „hinn
besti drengur“ ræðst af slíku offorsi gegn Ingvildi (1826)?
Ingvildur er fögur eins og viðurnefni hennar gefur glöggt til kynna.
Fyrir fegurð hennar falla ekki aðeins hvers kyns karlar flatir, berserkir,
þrælar og goðar, heldur eru þeir berskjaldaðir andspænis líkama hennar. Það
birtist t.d. í því þegar sjálfur berserkurinn Klaufi missir í bókstaflegum
skilningi allan mátt við blíðuhót hennar og hún getur fyrir vikið svipt hann
sverði hans svo að hann stendur ómátkur og vopnlaus andspænis bræðrum
hennar.
En Ingvildur er ekki aðeins fögur; hún bindur sig ekki við verksvið
kvenna ‘innan stokks’ heldur skiptir sér af málefnum karla eins og bert
kemur í ljós á sáttafundinum. Loks er hún stórlynd; telur ekki sjálfsagt að
henni sé ráðstafað í rekkju þess sem frekast vill hafa hana; vill gjarna hafa
afskipti af hvernig eigin högum er háttað og lætur sig ekki um muna að
hæðast að körlunum sem eftir henni eru. Þannig hlær hún t.d. er Klaufi
reynir í fyrsta sinni að ná henni á sitt vald en kemur að harðlæstum húsum
þar sem inni er mannsöfnuður til varnar. Að auki krefst hún þess að fyllt
skuli vera skarðið í vör Skíða. Sú krafa er öðru fremur táknræn og felur í sér
e-s konar brigsl. Með henni dregur Ingvildur manndóm Skíða almennt í efa
eins og í ljós kemur á sáttafundinum og reyndar einnig í samræðu Skíða og
Karls rauða skömmu áður en Karl er veginn. Mér er ekki fullljóst hvernig
brigslin í kröfu Ingvildar eru hugsuð en tvær skýringar kynnu að vera
tiltækar. Annars vegar má hugsa sér - þó það sé harla langsótt - að hafi
sagnritari Svarfdælu hugmyndina að brigslunum úr erlendum ritum, t.d.
ritum frá nágrannalöndunum, hafi honum láðst að taka með í reikninginn að
17 Jónas Kristjánsson. 1956. Formáli. Eyfirðinga sögur. íslenzk fornrit 9. Jónas
Kristjánsson gaf út. Reykjavík, LXXXIII-LXXXVII.