Skáldskaparmál - 01.01.1992, Síða 155
Hirðskáld í spéspegli
153
skyni að binda endi á dýrlegt líf Snorra óðræðings Sturlusonar? Það gerðist
ekki á hverjum degi að norskur þjóðhöfðingi, Hákon að nafni, legði hatur á
íslenskt hirðskáld og léti taka það af lífi.
III
I þáttunum fjórum bregður ekki einungis fyrir skrýtnum skáldum heldur
einnig merkilegum áhuga, þekkingu og jafnvel andúð á kveðskap, og gætir
þó nokkurrar kaldhæðni þar um leið. í Þorleifs þœtti er jarlsníðið ekki eina
afrek skáldsins; um hitt þykir ekki minna vert að Þorleifur hefur legið
nokkra hríð í haugi sínum þegar hann birtist ókvæðnum manni í draumi og
kennir þá kauða að yrkja. Snorri Sturluson sjálfur hefði naumast gert öllu
betur, og er hann þó nafnkunnasti fræðari þjóðarinnar um þessa vammi
firrðu íþrótt, en kröfur hans til náms voru raunar með öðru móti: „En þetta
er nú að segja ungum skáldum þeim er girnast að nema mál skáldskapar og
heyja sér orðfjölda með fornum heitum eða girnast þeir að kunna skilja það
er hulið er kveðið, þá skilji hann þessa bók til fróðleiks og skemmtunar, en
ekki er að gleyma eða ósanna svo þessar frásagnir að taka úr skáldskapnum
fornar kenningar þær er höfuðskáld hafa sér líka látið.“ (Edda 1931: 86).
Nemandi jarlaskálds hét Hallbjörn hali og var sauðamaður á Þingvelli,
einmitt þar sem Þorleifur var drepinn; haugur hans stendur norður af
lögréttu, „og sést hann enn“ segir í þættinum.6
Hann vandist oftlega til að koma á haug Þorleifs og svaf þar um nætur og hélt
þar nálægt fé sxnu. Kemur honum það jafnan í hug að hann vildi geta ort
lofkvæði nokkurt um haugbúann og talar það jafnan er hann liggur á hauginum,
en sakir þess að hann var ekki skáld og hann hafði þeirrar listar eigi fengið, fékk
hann ekki kveðið og komst aldrei lengra áfram fyrir honum um skáldskapinn en
hann byrjaði svo: Hér liggur skáld, en meira gat hann ekki kveðið. Það var eina
nótt sem oftar að hann liggur á hauginum og hefir hina sömu iðn fyrir stafni, ef
hann gæti aukið nokkuð lof um haugbúann. Síðan sofnar hann, og eftir það sér
hann að opnast haugurinn, og gengur þar út maður mikill vexti og vel búinn.
Hann gekk upp á hauginn að Hallbirni og mælti: „Þar liggur Hallbjöm, og vildir
þú fást í því sem þér er ekki lánað, að yrkja lof um mig, og er það annaðhvort að
þér verður lagið í þessi íþrótt, og muntu það af mér fá meira en vel flestum
mönnum öðrum, og er það vænna að svo verði, ella þarftu ekki í þessu að
brjótast lengur. Skal eg nú kveða fyrir þér vísu, og ef þú getur numið vísuna og
kannt hana þá er þú vaknar, þá munt þú verða þjóðskáld og yrkja lof um marga
höfðingja, og mun þér í þessi íþrótt mikið lagið verða." Síðan togar hann á
honum tunguna og kvað vísu þessa:
6 E.t.v. eiga ummælin um legu haugsins svo nálægt lögréttu að fela í sér ákveðna
bendingu til einhvers staðar, svo sem Hlaðbúðar Snorra Sturlusonar á alþingi. En hér
skortir tiltæk rök að til að styðja getgátu.