Skáldskaparmál - 01.01.1992, Side 156
154
Hermann Pálsson
Hér liggur skáld það er skálda
skörungur var mestur að flestu.
Naddveiti frá eg nýtan
níð Hákoni smíða.
Áður gat engur né síðan
annarra svo manna,
frægt hefir orðið það fyrðum,
férán lokið honum.
„Nú skaltu svo hefja skáldskapinn, að þú skalt yrkja lofkvæði um mig, þá er
þú vaknar og vanda sem mest bæði hátt og orðfæri og einna mest kenningar."
Síðan hverfur hann aftur í hauginn, og lýkst hann aftur, en Hallbjörn vaknar
og þykist sjá á herðar honum. Síðan kunni hann vísuna og fór síðan til byggða
heim með fé sitt eftir tíma og sagði þenna atburð. Orti Hallbjörn síðan lofkvæði
um haugbúann og var hið mesta skáld og fór utan fljótlega og kvað kvæði um
marga höfðingja og fekk af þeim miklar virðingar og góðar gjafir og græddi af
því stórfé, og gengur af honum mikil saga bæði hér á landi og útlendis, þó að
hún sé hér eigi rituð.7 8
Auðnæmara sauðamann á skáldskap getur hvergi í sögu fátækrar þjóðar.
Auk þess sem nokkurrar kímni gætir í lýsingunni á skáldskaparnámi Hall-
bjarnar, þá er frásögnin af frama hans ekki laus við háð; fá skáld munu hafa
auðgast jafnmikið af skáldskap sínum og þeir Snorri Sturluson, Hallbjörn
hali og sá Sneglu-Halli sem er lýst í ýkjusögu á bók norðan úr Víðidal frá því
skömmu fyrir aldamótin 1400.
IV
Sneglu-Halla þáttur segir frá snauðum manni sem „var skáld gott og
orðgreppur mikill“ eins og raunar má ráða af því sem áður var innt úr
þættinum. Hann yrkir drápu um Harald harðráða, sem reyndist þó tregur til
að gefa skáldinu hljóð þegar Halli kveðst ekki hafa ort nokkurt kvæði áður.
„Það munu sumir menn mæla,“ segir konungur, „að þú takist mikið á
hendur, slík skáld sem ort hafa um mig áður.“s En þá kemur í ljós að Halli
hafði í æsku kveðið svokallaðar Kolluvísur „er hann orti um kýr, er hann
gætti úti á íslandi.“ Nú verður Halli að kveða þetta kvæði fyrir konungi,
Þjóðólfur sem Haraldur harðráði virði mest allra skálda er þá látinn kveða
Soðtrogsvísur sínar, en yrkisefni hans er síst veglegra en Halla: „Það er ort
7 Þótt skáldskaparnám Hallbjarnar hala sé í sneggsta lagi, þá hefði fornum sagna-
mönnum ekki orðið skotaskuld úr að gera heilan þátt af þeim afrekum sem hér eru
einungis gefin í skyn.
8 „Það munu sumir menn mæla að þú reynir framarlega til um frumsmíðina, ef þú
kveður um mig fyrstan," segir Haraldur harðráði við Stúf skáld sem áður hafði játað
fyrir konungi: „Að síður hcfi eg kvæði ort um tigna menn að eg hefi öngvan tiginn
mann séð fyrr en yður.“ í Sneglu-Halla þxtti verður Haraldur að sætta sig við
hirðskáld sem höfðu valið sér hin lélegustu yrkisefni sem um getur.