Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 158
156
Hermann Pálsson
fast að orði kveðið. Skáldum var jafnskylt að hlíta réttum bragareglum út í
ystu æsar eins og að lúta þeim aga og þeirri kurteisi sem hirðlög kröfðust.
Sneglu-Halli virti hvorutveggja að vettugi þegar honum sýndist. Þegar svo
ber undir læðist sá grunur að grómlausum lesanda að hirðskáld kunni að
draga dám af hirð/z/7z’ og ruglast á hlutverkum beggja. Viðurnefni Hreiðars
heimska er engan veginn út í hött, og á hinn bóginn gat verið örðugt að sjá
hverjum hlotnaðist skerfur skíláfífla.
í annað skipti nær Halli peningum út úr norskum ójafnaðarmanni með
því að þykjast ætla að yrkja níð um hann að hætti Þorleifs jarlaskálds.
Haraldur harðráði varar dólginn við: „bitið hefur níðið ríkari menn [... og
...] er verri einn kviðlingur, ef munaður verður eftir, en lítil fémúta, um
dýran mann kveðin.“ Merkilegt má það teljast að í Sneglu-Halla þætti er
skopast ekki einungis að kynlegu skáldi norðan úr Fljótum, heldur einnig að
skáldskapnum sjálfum, hinni göfugu íþrótt sem Óðinn nam úr Jötunheimum
og gaf síðan ásunum og þeim mönnum er yrkja kunnu.
V
Löngum hefur tíðkast - ekki einungis í lífinu sjálfu heldur raunar einnig í
skemmtilegum frásögnum - að skopast sé að skiptingum og öðrum
fáráðlingum, og hitt þykir þó allra best að þeir séu ófríðir yfirlitum og illa
siðaðir sveitadurgar í þokkabót. í dæmisögum gegna slíkar persónur
sundurleitum hlutverkum, en glópsku þeirra er einatt beitt í því skyni að
flytja tiltekna kenningu og villa fyrir lesanda um leið. Afglapinn reynist
stundum naskari en hann virðist vera við fyrstu kynni, enda tekst snjöllum
höfundum jafnan að glepja menn svo að þeir vita ekki hvaðan á sig stendur
veðrið. Meðan lesendur eru að hlæja að kynlegum látum fíflsins, taka þeir
naumast eftir þeim kenningum og fróðleik sem laumað er inn í vitund þeirra
um leið. Náskyldur Hreiðars þætti heimska er Refs þáttur heimska eða
Gjafa-Refs þáttur, eins og hann er einnig nefndur, en Hróa þáttur heimska er
annars eðlis og fjallar um mann sem er vel viti borinn.9
Eins og aðrar sögur af afglöpum, þá leynir Hreiðars þáttur býsna mikið á
sér, enda er ekki auðhlaupið að átta sig á öllu því sem þar gerist. Áður en
reynt verður að skýra tilgang þáttarins og merkingu, skal minnast þess að
hann er skráður í Morkinskinnu frá lokum 13. aldar og auk þess í tveim
handritum frá 14. öld. Að hyggju Björns Sigfússonar sem gaf þáttinn út í
Islenzkum fornritum fyrir réttri hálfri öld mun hann vera ortur á fyrra hluta
13. aldar.10
9
10
Glögg rittengsl eru með Hreiðars þatti og Refsþatti.
Islenzk fornrit X (Rv. 1940). I formála gerir Björn Sigfússon ráð fyrir því að þátturinn
sé skáldverk og tekur sérstaklega fram að skyldleiki sé með þættinum og Stúfs þætti og
Halldórs þatti Snorrasonar. (ÍF X, xci. bls).