Skáldskaparmál - 01.01.1992, Blaðsíða 159
Hirðskáld í spéspegli
157
Þótt þátturinn sé mjög vinsæll og kunnur öllum þorra fólks, þá þykir mér
rétt að rifja upp helstu atriðin í honum. Hreiðari er svo lýst í upphafi að
hann „var ljótur maður og varla sjálfbjargi fyrir vits sökum,“ og er raunar
kallaður afglapi. Að yfirlitum hans er vikið síðar: „maðurinn var hentur
mjög og ljótur [...] sýnist nú maður ljótur og grettur.“ Með því að síðar
kemur í ljós að Hreiðar er einnig skáld, skal nú skjóta inn snöggum
athugunum til áminningar um skáldin tvö sem getið var hér að framan.
Sneglu-Halla er það sameiginlegt með Hreiðari að báðir eru ljótir: „Halli var
hár maður og hálslangur, herðilítill og handsíður og ljótlimaður." Hins
vegar staðhæfir Halli að Þjóðólfur skáld hafi verið furðu heimskur á unga
aldri: „[...] hann bar út ösku með öðrum systkinum sínum, og þótti þá til
einskis annars fær fyrir vitsmuna sakar, og varð þó um að sjá að eigi væri
eldur í, því að hann þurfti allt vit sitt í þann tíma.“
Þórður bróðir Hreiðars er farmaður, og Hreiðar fær hann til að taka sig
utan með sér, og þykja það mikil firn að Þórður flytur afglapa til annarra
landa. Þegar til Noregs kemur reynir brátt á Hreiðar enda skorti hann alla þá
kurteisi sem tíðkaðist þar og var því lítt hæfur til að vera með tignum
mönnum, þverbrýtur hvern hirðsið á fætur öðrum. Magnúsi konungi verður
heldur dátt við fyrsta fund þeirra: „Og er hann kemur fyrir konung, þá fellur
hann á kné fyrir konungif en í Konungs skuggsjá voru fyrirmælin önnur:
„En er þú kemur fyrir konung, þá skaltu hneigja honum lítillátlega.“
Hirðsiðir mæltu svo fyrir að menn skyldu ganga án yfirhafnar fyrir
konung,11 en Hreiðar skeytir því engu og raunar er klæðaburður hans lítt
Ýmislegt bendir í þá átt að höfundur Hreiðars þ. hafi haft í huga Konungs skuggsjá
eða annað rit um hirðsiði (sbr. skýr.gr. 11, 13 og 14 hér á eftir), svo sem viðbrögð
konungs þegar Hreiðar kemur fyrst á fund hans: „Ef þú átt við mig örendi, þá mæl þú
skjótt slíkt er þú vill. Aðrir eigu enn nauðsyn að tala við mig síðan.“ Kgsk leggur
einnig áherslu á að menn eigi að varast ofmælgi í viðræðum við höfðingja: „Svo skalt
þú og varast ef þú ert staddur fyrir ríkismönnum að þú verðir eigi símálugur í þinni
ræðu, því að ríkir menn og allir vitrir menn reiðast við símælgi og þykja leið vera og
einskis verð nema heimsku. Svo og ef þú skalt nökkura ræðu fram flytja, hvort sem
heldur varðar sjálfum þér eða öðrum mönnum, þá flyt skilvíslega og þó með skjótri
ræðu og sem fæstum orðum, því að svo mikill málafjöldi kemur jafnan fyrir konung
og aðra ríkismenn um margfaldar nauðsynjar manna að eigi megu þeir og eigi fá þeir
lunderni til að með drjúgri eða langri ræðu sé talað um hið sama mál.“ I spéspeglum
hirðskálda virðast konungar þó lítt hika við að sóa löngum stundum í því skyni að
skemmta kynlegum íslendingum.
11 Fyrirmæli um hirðsiði í Konungs skuggsjá leggja ríka áherslu á að menn eigi að vera
vel til fara þegar þeir koma fyrir konung:
„En klæðabúnaði þínum skaltu áður svo hafa háttað að þú sér klæddur öllum
góðum gangvera þeim sem þú hefir vildastan til. Ver hosaður og skóaður. Eigi skaltu
og kyrtilslaus vera, þvílíka yfirhöfn og sem þú hefir vildasta til. Vel þér þau klæði
jafnan til hosna er brúnað sé að lit. Það þykir og eigi illa bera að maður hafi svart
skinn til hosna, en ekki önnur klæði nema skarlat sé. Kyrtil máttu og hafa með
brúnuðum lit eða með grænum og rauðum. Og þó góð klæði og sæmileg, en línklæði
þín þá skaltu láta gera af góðu lérefti og þó lítil efni í. Ger stutta skyrtu þína og
línklæði þín öll. Lát vel ætla jafnan góðan mun stuttari skyrtu þína og kyrtil, fyrir því