Skáldskaparmál - 01.01.1992, Qupperneq 160
158
Hermann Pálsson
fallinn til konungs fundar. „Hann var á þá leið búinn að hann var í
ökulbrókum og hafði feld gráan yfir sér,“ og má þetta heita sami búnaður og
Refur heimski hefur þegar hann hittir Nera jarl í fyrsta skiptið.12 Rétt þótti
að konungur sjálfur væri í yfirhöfn,13 en Hreiðar snýr hlutunum við; honum
þykir ekki nóg að hafa feld yfir sér þegar hann hittir Magnús, heldur lætur
hann konung fara úr skikkju sinni og er þó sjálfur enn í yfirhöfn. Brýnt var
fyrir mönnum að þeir skyldu þéra konung vandlega, en Hreiðar hirðir ekki
um slíkt heldur þúar hann Magnús yfirleitt, nema rétt áður en hann snýr
heim á leið til Islands.14 Brot á hirðsiðum fela vitaskuld í sér drjúgan hlut af
skopi og kímni Hreiðars þáttar.
Þó fer vel á með þeim Magnúsi góða, enda sýnir konungur af sér staka
ljúfmennsku. Merkileg er frásögnin af þeirri keppni er hvor um sig dæmir
um yfirlit hins. Hreiðar á frumkvæðið að þessu tiltæki; dómur hans um
konung er afdráttarlaus: „... þannig myndi hver sig kjósa sem þú ert, þó að
sjálfur mætti ráða.“ Eini lýtirinn sem Hreiðar getur fundið að konungi er að
að engi maður hæverskur má sig prúðan gera af hör eða hampi. [...] En þú gakk
skikkjulaus fyrir konung." (1945:45-46).
Hvatning Þórðar í Ilreiðars þætti minnir á Konungs skuggsjá; „Bú þig sæmilega að
klæðum eða vopnum, því að það eitt samir, og skortir okkur ekki til þess, og skipast
margir menn vel við góðan búning, enda er vandara að búa sig í konungs herbergi en
annars staðar, og verður síður athlægi gjör af hirðmönnum." En Hreiðar er of mikill
sveitamaður til að vilja skrúðklæði á sér, og kýs heldur þann búnað sem hann þekkir:
„Hefir hann nú vaðmálsklæði og fágar sig og þykir nú þegar allur annar maður, sýnist
nú maður Ijótur og grettur, vasklegur.“ Svipuðum stakkaskiptum tekur Refur hinn
heimski: „Jarl bað fá honum klæði svo að skammlaust væri. Síðan þó Refur sér, og var
hann hinn drengilegasti maður.“
Fróðlegt er að bera saman fyrirmæli Konungs skuggsjár og búnað Teits ísleifssonar
þegar hann kemur úr baði í Niðarósi: „Var hann í skyrtu og línbrókum og hafði
gullhlað um enni en yfir sér skarlatsskikkju hálfskipta, rauða og brúna, og undir grá
skinn og snúið út skinnunum.“ Gísls þáttur Illugasonar í Huldu og Hrokkinskinnu.
12 „Hann var í stuttum/e/dz' og í ökulbrókum.“ (Gautr. 9. kap.). Refur minnir á Hreiðar
ekki einungis um heimsku („frægur að engum snoturleik né fram [...], fer fólsku fram
[...], athlægi ættar þinnar [...], engi dvöl í heimsku“), heldur sýna báðir svipaðan
durgshátt í hátterni. Þó verða þeir giftumenn, hvor á sína vísu. Hitt skiptir mestu máli
að Refur hinn heimski, bóndasonur frá Rennisey fyrir Jaðri, verður jarl á
Upplöndum, en Hreiðar hinn heimski virðist þiggja að konungsgjöf þá eyju sem
jarlsríki Snorra Sturlusonar mun að öllum líkindum vera kennt við.
13 „Ef maður gengur svo fyrir höfðingja að hann sveipar sig í skikkju sinni, þá sýnir
hann það að hann þykist vera jafn hinum er fyrir situr. Því að hann er búinn allri
algervi svo sem höfðingjar og þykist hann engum þurfa að þjóna. En ef hann leggur af
sér yfirhöfn sína, þá sýnir hann það að hann er búinn til þjónustu nökkurrar, ef sá vill
þekkjast er til þess er fallinn að þiggja þjónustu, heldur en þjóna.“ Kgsk 47.
14 Um margföldun (= „þéringu") og einföldun = („þúun“) segir svo í Kgsk\ „Nú kann
svo til að bera að konungur mælir til þín nokkur orð, þá skalt þú það varast vandlega
í andsvörum þínum að eigi margfaldir þú engi þau atkvæði er til þín horfa, þó að þú
margfaldir svo sem til byrjar öll þau atkvæði er til konungs horfir. En enn heldur skalt
þú það varast, sem fól kann stundum henda, að eigi margfaldir þú þau atkvæði er til
þín horfa en þú einfaldir þau er til konungs horfa.“ (48).