Skáldskaparmál - 01.01.1992, Qupperneq 161
Hirðskáld í spéspegli
159
„auga þitt annað er litlu því ofar en annað.“ Nú kemur röðin að Magnúsi
konungi að skoða Hreiðar, sem „hefir saurugar krummur, - maðurinn
hentur mjög og ljótur -, en þvegnar heldur latlega." [Slíkur sóðaskapur
minnir bæði á Arnór jarlaskáld óþveginn sem getið var hér að framan og þó
einkum á Ref hinn heimska: „Aldrei færði hann saur af sér“ Þess skal einnig
minnst innan hornklofa að Konungs skuggsjá ætlaðist til meira hreinlætis en
Hreiðar hafði tamið sér: „[...] skaltu óhuldu hári og berum höndum fyrir
ríkismenn ganga með blíðu andliti og hreinsuðum öllum líkama og limum].
Niðurstaða Magnúsar er næsta einföld: „Það ætla eg að eigi fæðist ljótari
maður upp en þú ert.“ Þetta verður fáum til undrunar. „Slíkt verður mælt,“
segir Hreiðar, enda kemur þetta heim við þá mannlýsingu sem gefin var í
upphafi. Magnús góði er allt of kurteis persóna til að fara að andmæla
skapara sínum, höfundi þáttarins. Hreiðar fær hirðvist með Magnúsi
konungi, lætur gera sér vaðmálsföt og fágar sig, og þykir nú þegar allur annar
maður. Hirðmenn skopast að honum, en hann tekur því öllu af stöku
jafnaðargeði, og með því að hann er rammur að afli þá ganga þeir ekki nær
honum en góðu hófi gegnir.
Hreiðar er í föruneyti með Magnúsi þegar konungur fer á móts við
Harald harðráða frænda sinn, en þá tekst ekki betur til en svo að hirðmenn
Haralds hæðast að Hreiðari, hrinda honum og leika grátt, uns hann sleppir
stjórn á skapi sínu, vegur einn andstæðinginn á loft og rekur hann niður á
höfuðið, svo að heilinn liggur úti. Haraldur vill þegar í stað láta drepa
Hreiðar, en Magnús kemur honum undan og sendir hann til Eyvindar vinar
síns á Upplöndum.15 Haraldur fréttir af þessu og fer með sex tigi manna
þangað en Eyvindur hefur þá safnað að sér liði og er við öllu búinn.
Eyvindur gerir konungi veislu, og þegar minnst varir veður Hreiðar inn í
salinn fyrir Harald konung, biður af sér reiði og gefur honum smíðisgrip af
silfri. En þetta reyndist vera líkan af svíni, og þegar Haraldur hafði athugað
skepnuna vandlega, sér hann þetta er gylta, gerð honum í háðungarskyni
með því faðir hans var kallaður Sigurður sýr. Haraldur verður ofsa reiður og
vill þegar láta drepa Hreiðar, en hann nýtur verndar Magnúsar konungs og
sleppur undan þeim örlögum sem Haraldur harðráði bjó honum.
Nú er Hreiðar með Magnúsi góða um hríð og færir honum kvæði sem
hann hafði ort um konung. Mun þó fáa lesendur hafa grunað fyrr í þættinum
að slíkur afglapi gæti verið skáld. Um kvæðið segir höfundur þáttarins að
það sé „allundarlegt, fyrst kynlegast, en því betra er síðar er.“ Svipaðan dóm
fær skáldskapur Hreiðars frá konungi sjálfum, sem enn er of kurteis til að
andmæla skapara sínum: „Þetta kvæði sýnist mér allundarlegt, og þó gott að
nestlokum. En kvæðið mun vera með þeim hætti sem ævi þín. Hún hefir
fyrst verið með kynlegu móti og einrænlegu, en hún mun þó vera því betur
15 Aðrir íslendingar eru sendir til Upplanda, svo sem Hallfreður (Hfr. 6. kap.),
Þorvaldur tasaldi (IF IX: 121) og fleiri. Af sjónarhóli Islendinga þóttu Upplöndin
býsna fjarlæg.