Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 162
160
Hermann Pálsson
er meir líður á.“ í sögum af glópum og ginnungum má það heita algengt
atriði að þroskaferli þeirra sé lýst: afglapinn reynist öllu betri við sögulok en
upphafið gaf tilefni til. Þetta lofkvæði Hreiðars er ekki eina bragsmíðin sem
nefnd er í fornsögum og skiptir um æði í miðjum klíðum; bæði Jarlsníð og
Buslubœn breytast eftir því sem fram líður.
Þegar Hreiðar hefur flutt kvæðið, kemur að þeirri stundu sem sínkir
höfðingjar báru löngum mikla kvíðu fyrir: nú verður að gjalda lofið, en
Magnús er manna örlátastur og lætur sig ekki muna um að launa kvæðið
með slíkum hætti að þess munu engin dæmi í sögum norskra konunga og
íslenskra hirðskálda. En með því að kvæðislaunin virðast benda til samskipta
þeirra Skúla hertoga og Snorra Sturlusonar verður vikið að þeim á viðeigandi
stað síðar í þessu spjalli.
VI
Snorri Sturluson fór tvívegis til Noregs, svo sem rakið er í íslendinga sögu
Sturlu Þórðarsonar og raunar verður slíkt einnig ráðið af Hákonar sögu
gamla og fornum annálum. Fyrra skiptið er hann fór af landi brott sumarið
1218, réðu tveir leiðtogar fyrir Noregi, rétt eins og í Hreiðars þœtti, og
verður annar þeirra vinur skáldsins en hinn fjandmaður.
„Þá er Snorri kom til Noregs, voru höfðingjar orðnir Hákon konungur
og Skúli jarl. Tók jarl forkunnar vel við Snorra, og fór hann til jarls. [...]
Snorri fór um haustið aftur til Skúla jarls og var þar annan vetur í allgóðu
yfirlæti." Sá skuggi hvílir yfir Noregsvist Snorra að um þessar mundir eru
Norðmenn miklir óvinir íslendinga og mestir Oddaverja, og vildi Skúli herja
til íslands um sumarið 1220. „Snorri latti mjög ferðarinnar og kallaði það ráð
að gera sér að vinum hina bestu menn á íslandi og kallaðist skjótt mega svo
koma sínum orðum að mönnum myndi sýnast að snúast til hlýðni við
Noregshöfðingja. Hann sagði og svo að þá voru aðrir eigi meiri menn á
Islandi en bræður hans, er Sæmund leið, en kallaði þá mundu mjög eftir
sínum orðum víkja þá er hann kæmi til. En við slíkar fortölur slævaðist
heldur skap jarlsins, og lagði hann það ráð til að íslendingar skyldi biðja
Hákon konung að hann bæði fyrir þeim að eigi yrði herferðin. Konungurinn
var þá ungur en Dagfinnur lögmaður er þá var ráðgjafi hans var hinn mesti
vinur íslendinga. Og var það af gert að konungur réð að eigi varð herförin.
En þeir Hákon konungur og Skúli jarl gerðu Snorra lendan mann sinn, var
það mest ráð þeirra jarls og Snorra. En Snorri skyldi leita við Islendinga að
þeir snerist til hlýðni við Noregshöfðingja." (Islendinga saga 277-78).
Þegar Snorri kemur heim úr fyrri utanför sinni sumarið 1220, hlaðinn
fimmtán stórgjöfum og öðrum sæmdum frá Skúla jarli, auk veglegra
kvæðislauna austan frá Gautlandi, þá undu óvinir skáldsins illa við. Auk þess
kom til greina andúð þeirra á Skúla jarli sem vildi herja til íslands og hafði