Skáldskaparmál - 01.01.1992, Blaðsíða 165
Hirðskáld í spéspegli
163
slíka vísindamenn. Hann er snauður vinnumaður í Múla í Reykjardal, og
einhverju sinni sendir húsbóndinn hann út í Flatey eftir fiski, og þar dreymir
hann merkilegan draum. Hann þóttist vera staddur heima í Múla og þangað
kemur þá maður til gistingar; um kveldið fyrir háttatíma skemmtir gestur
heimafólki með sögu af Hróðbjarti konungi sem réð fyrir Gautlandi og átti
með Hildigunni konu sinni einn son sem hét Geirviður. Konungur hafði sett
Hjörvarð jarl yfir þriðjung ríkis; jarlinn var kvæntur Hjörgunni; dóttir
þeirra Hlégunnur „vildi ekki kvenna sið fága í sínu athæfi“, heldur leggst
hún í hernað. Þegar Geirviður er átta vetra gamall tekur hann við völdum að
föður sínum látnum; landstjórn gekk heldur báglega hjá pilti, enda hurfu
margir hirðmenn á brott. „Sumir lögðust í víking, aðrir réðust í kaupferðir."
Þá leggjast tveir illvirkjar út, og stóð af þeim mikill stuggur, en þegar
Geirviður konungur hefur náð tólf ára aldri afræður hann að fara gegn
berserkjum við annan mann, þótt aðrir þyrðu ekki að fara um þær slóðir
nema með fjölmenni. Og þá gengur fram Dagfinnur nokkur sem var
„hirðmaður konungs og konungsskáld" og býðst til að fylgja konungi
sínum í þessa háskaför. En nú bregður svo undarlega við í draumi Odda, „að
hann Oddi sjálfur þóttist vera þessi maður, Dagfinnur, en gesturinn sá er
söguna sagði er nú úr sögunni og drauminum en þá þóttist hann sjálfur sjá
og vita allt það er héðan af er í drauminum." Með slíku móti verður Oddi,
heimildarmaðurinn, sjálfur persóna í sögu sem ókunnur maður segir í
draumi Odda sjálfs. Hér skiptast því á draumur og vaka, skáldskapur og
veruleiki.
Þegar þeir konungur og skáld eru komnir á berserkja slóðir, þá spyr
Dagfinnur (= Oddi) konung hvort hann vilji heldur að „eg ráðist í mót
berserkjunum með þér eða viltu að eg sjái til yðvarrar sameignar af hólinum
„af rímtali því er á bókum stendur af fræðum vitra manna, Bjarna prests
Bergþórssonar eða Stjörnu-Odda [...].“
Orðugt er að vita með vissu af hverju maður sem ber heitið Oddi er látinn gegna
tvennum hlutverkum í þættinum og gerast í öðru hirðskáld austur á Gautlandi; þó er
hugsanlegt að nafnið eigi að minna á bæjarheitið Odda á Rangárvöllum þar sem
Snorri Sturluson ólst upp. Heitið Dagfinnur gæti verið þegið frá vini Snorra og
annarra Islendinga, Dagfinni lögmanni (d. 1237), sem var raunar ráðgjafi Hákonar
konungs um þær mundir sem Snorri nýtur gestrisni Gauta, eins og getið var hér að
framan. Hákon Hákonarson (f. 1204) er þá enn ungur að árum og var því ráðgjafa
þurfi ekki síður en Geirviður konungur í bernsku. Að Dagfinni einum undanskildum
bera allir Gautar í draumnum heiti sem hefjast annaðhvort á g-i (Geirviður, Garpur,
Gnýr) eða h-i (Hróðbjartur, Hildigunnur, Hjörvarður, Hjörgunnur, Hlégunnur,
Hlaðreið). Sum nöfnin eru þegin úr skáldamáli: geir-viður er hermanns kenning,
Hlaðreið minnir á kenningarnar hlað-grund og men-reið; einsætt er að höfundi hafa
fallið valkyrjuheiti vel í geð.
Lýsingin á Geirvið í flokknum ber glögglega með sér að höfundi þáttarins varð
hugsað til Eddu Snorra. Hinn ungi konungur Gauta hefur tindótt hjarta sem minnir
rækilega á einhvern frægasta andstæðing Þórs: „Hrungnir átti hjarta það er frægt er af
hörðum steini og tindótt með þrem hornum, svo sem síðan er gert ristubragð það er
Hrungnis hjarta heitir." (1931: 102). Sbr. Lexicon Poeticum (1931: 568).