Skáldskaparmál - 01.01.1992, Síða 168
166
Hermann Pálsson
Orðið fólgsnarjarl hefur valdið nokkrum heilabrotum, og skal þess fyrst
getið að í nýjustu útgáfum Islendinga sögu er orðið skýrt á þá lund að það
merki „leyndarjarl", enda er það þá talið vera dregið af orðinu :'rfólgsn sem á
að vera komið af hluttaksorði sagnarinnar „að fela“: fólginn og því skylt
orðinu fylgsn. En hér er þó sá ljóður á skýringu að samheitið "'fólgsn kemur
hvergi annars staðar fyrir í fornum ritum. I útgáfu sinni á Sturlungu gerir
Guðbrandur Vigfússon hins vegar ráð fyrir öðrum uppruna. Hann telur að
fyrri hluti orðsins fólgsnarjarl sé raunar eignarfallið af eyjarheitinu Fólskn, en
hún stendur úti fyrir Þrándheimi og heitir nú Storfosna. Um eldri myndir
eyjarinnar (Folksn, Folkskn, Fosnen, Foser, o.frv.v) ræðir Nils Hallen í
grein sinni (176. bls.) sem getið verður hér á eftir. I neðanmálsgrein færir
Guðbrandur glögg rök fyrir því að stafsetning orðsins í fornum handritum
styðji slíka hugmynd,18 og jafnvel þótt hann setji spurningarmerki við þessa
skýringu á heitinu Fólskn í skrá yfir örnefni, þá getur enginn vafi leikið á því
að virðingarheitið fólgsnarjarl felur ekki einungis í sér beina tilvísun til
leyndar heldur er hér einnig um að ræða tiltekið eyjarheiti: Sömu skýringu
hlítir norski fræðimaðurinn Nils Hallan sem ritað hefur ítarlega um þetta
mál.19 Samkvæmt hugmyndum þeirra hefur Skúli Bárðarson nefnt Snorra
jarl yfir eynni Fólskn í Þrændalögum. Til samanburðar við virðingarheiti
Snorra Fólsknarjarl má benda á Gunnvald Storðarjarl, sem fóstraði Jösur
forðum (HveNor 76-7). Þótt Storð sé langtum stærri en Fólskn, þá getur
hvorug eyjan talist nógu stór fyrir jarlsríki. Um uppruna eyjarheitis er það
skemmst að segja að það er líklega skylt lýsingarhættinum/d/gmn og mun
því merkja „felustað."20 Sérheitið Fólskn er því sama uppruna og hið
stjörnumerkta orð *fólgsn sem prýðir skýringar spakra fræðimanna á
virðingarheiti því sem Skúli Bárðarson gefur Snorra Sturlusyni sumarið
1239. Sennilegt má teljast að þeir hafi haft hvorutveggja í huga: eyjarheitið
Fólskn og einnig bókstaflega merkingu þess: „eitthvað sem felur eða leynir."
Um Fólskn skal þess sérstaklega getið að hún liggur úti fyrir Yrjum við
Þrándheimsfjörð, og er því á sjóleið þeirri sem Snorri fer út frá Niðarhólmi,
en þar liggur skip hans þegar honum berast bréf Hákonar gamla um farbann.
Ríki Skúla jarls var einkum í Þrændalögum, og það er einmitt á Eyrum við
Niðarós að hann tekur sér konungsnafn í skammdeginu 1239. Nú þarf ekki
langt að leita skýringar á því tiltæki Skúla hertoga að gefa Snorra jarlsnafn og
kenna það við Fólskn: á eynni var konungsbú, enda mun Skúli hafa talið sig
eiga fullan eignarrétt á henni. Hinn 6. nóvember 1239, daginn sem Skúli lét
gefa sér konungsnafn, sendi hann bréfsveina sína til höfuðs sendimönnum
Hákonar konungs sem þá eru staddir á Fólskn, og þar voru þeir teknir af lífi.
Engin ástæða er til að efa þá staðhæfingu Sturlu Þórðarsonar að Skúli hafi
18 Sturlunga Saga Vol. I. Ed. Gudbrand Vigfusson (Oxford 1878), 384. bls., nmgr. 4
19 Nils Hallan, „Snorri fólgsnarjarl.“ Björn Teitsson þýddi. Skírnir cxlvi (1972), 159-76.
Greinin birtist upphaflega á norsku iÁrbokfor Tröndelag 1967.
20 Ásgeir Blöndal Magnússon, íslensk orðsifjabók (Rv 1989) 200.