Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 169
Hirðskdld í spéspegli
167
sæmt Snorra með jarlstign, enda nefnir hann fjögur vitni sem voru til staðar
þegar hún er veitt, og eitt þeirra, Arnfinnur Þjófsson, var nákominn Skúla
hertoga, en hin þrjú náskyld Snorra: sonurinn Órækja og bróðursonurinn
Ólafur hvítaskáld; þeir Snorri og Þorleifur voru systkinasynir. En eftir
hverjum leiðum tókst Sturlu Þórðarsyni að ná í ummæli Arnfinns um
jarlstign Snorra? Einsætt er að Sturla hafði aldrei tal af heimildarmanninum
sjálfum, enda var Arnfinnur tekinn af lífi vorið 1241, nokkrum mánuðum
fyrir aftöku Snorra og löngu áður en Sturla fór fyrstu för sína til Noregs.
Þegar Sturla tekur land í Björgvin árið 1263, snauður að fé og rægður af
Gizuri jarli við konung, gengur hann þegar á fund Gauts Jónssonar á Meli,
sem var einn helsti ráðamaður í Noregi og mikill vinur Sturlunga. „Eíeimill
er þér matur með mér sem öðrum Sturlungum," segir Gautur, enda fer Sturla
þá til vistar með honum. Vafalaust hefur Gautur verið einn af heimildar-
mönnum Sturlu um ævi Hákonar konungs, en hitt skiptir meira máli fyrir
frásögnina af jarlsdómi Snorra að það var einmitt Gautur sjálfur sem lét taka
Arnfinn Þjófsson af lífi vorið 1241. Freistandi er að gera ráð fyrir því að
Gautur hafi haft sannar sagnir af Arnfinni áður en hann var höggvinn og
síðan frætt Sturlu um jarlstign Snorra. Skráður vitnisburður Styrmis
Kárssonar er að því leyti fyllri að hann getur þess svæðis sem jarlstignin var
kennd við. Árið 1239 hefur Skúli hertogi ekki talið sig hafa neina heimild til
að gera Snorra jarl yfir Islandi, og því tengir Skúli vegtyllu Snorra við
tiltekna eyju í Noregi sem hertoginn sjálfur taldist hafa á valdi sínu. Þótt
Hákon gamli kinokaði sér ekki við að gefa Gizuri Þorvaldssyni jarls nafn
árið 1258 í Björgvin og skipa honum um leið allan Sunnlendingafjórðung,
Norðlendingafjórðung og Borgarfjörð, þá hafði hann ærnar ástæður til
slíks, enda höfðu íslensk stjórnmál tekið harla miklum stakkaskiptum á þeim
nítján árum sem liðin voru frá því að Skúli hertogi gerði Snorra Sturluson
jarl yfir eynni Fólskn árið 1239; á því méli sem leið á milli höfðu íslenskir
ráðamenn gengið á vald Hákonar, áður en konungur „fékk Gizuri jarls
merki og lúður og setti hann í hásæti hjá sér og lét skutilsveina sína skenkja
honum sem sjálfum sér.“ Jarlsnafn Gizurar mun frá upphafi hafa verið tengt
íslandi, og gert var ráð fyrir slíkri vegtyllu í Hirðskrá Magnúss lagabætis.
Nú sakar ekki að rifja aftur upp nokkur orð í viðræðum þeirra Magnúss
góða og Hreiðars heimska:
„Hér er hólmur einn fyrir Noregi, sá er eg vil þér gefa. Hann er með
góðum grösum, og er það gott land, þó að eigi sé mikið.“ Mönnum kemur
það síst á óvart að þessi stutta lýsing á býsna vel við eyna Fólskn sem ég
gat um fyrir nokkru, enda er hún frjósöm með góðum grösum; þótt hún sé
ekki mikil um sig. Á henni er eitt stórbýli, með hundrað kúm. En
viðbrögð Hreiðars virðast vera öll önnur en glöggir lesendur höfðu búist
við af norðlensku skáldi á elleftu öld: „Þar skal eg samtengja með Noreg
og ísland." En konungi er ljóst að Hreiðari muni naumast vera vært í
Noregi, eftir það sem á undan er gengið, og svarar á þessa lund: „Eigi veit