Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 170
168
Hermann Pálsson
eg hversu það fer. Hitt veit eg að margir menn munu búnir að kaupa að þér
hólminn og gefa þér fé fyrir. En ráðlegra ætla eg vera að eg leysa til mín, að
eigi verði að bitbeini þér eða þeim er kaupa vilja. Er nú og ekki vel felld
vist þín vilgis lengi hér í Noregi, því að eg þykkjumst sjá hvern Haraldur
konungur vill þinn hlut, ef hann á að ráða, sem hann mun ráða, ef þú ert
lengi í Noregi.“
Hversu svo sem menn kunna að velta þessum viðræðum fyrir sér, þá er
býsna örðugt að botna í þeim til hlítar nema gert sé ráð fyrir því að þær lúti
að sambandi Noregs og íslands eftir að sjálfstæði íslendinga er komið í hættu
og stefnt er að því öllum árum að sameina löndin undir einum konungi. Ef
það er rétt skilið að Skúli Bárðarson gerði Snorra Sturluson jarl yfir eynni
Fólskn, má til sanns vegar færa að þar hafi Island samtengst Noregi:
íslenskur höfðingi verður jarl yfir norskri eyju og íbúar hennar áttu því að
lúta Islendingi. Lítill vafi leikur á því að jarlsdómur Snorra hefði stuðlað
mjög að „samtengingu Noregs og íslands", ef þeim Skúla hertoga hefði
orðið lengra lífs auðið og Hákon lotið í lægra haldi fyrir Skúla. Og á hinn
bóginn stóð Snorra Sturlusyni engu minni háski af Hákoni gamla en
Hreiðari heimska af Haraldi harðráða. En sú var auðsæst ógæfa þessara
tveggja íslendinga sem eignuðust grasgóða eyju úti fyrir Noregsströnd að
verndurum þeirra varð ekki langlífis auðið. Þótt tímatal Hreiðars þáttar sé
harla lítils virði, þá er hitt alkunna að þeir Magnús góði og Haraldur harðráði
réðu ekki Noregi báðir samt nema eitt ár eða svo, og ætti því Magnús að hafa
verið feigur þegar Hreiðar hverfur aftur heim til Islands. Og tæpum þrem
misserum eftir fall Skúla jarls (23. maí 1240) veldur Hákon gamli aldurlagi
Snorra í Reykholti.
IX
Vitaskuld minnir viðurnefni Hreiðars heimska á eyjarheitið Fólskn, sem í
fljótu bragði rifjar upp orðin fól, fólska og fólskur. Hugmyndin um hið
heimska skáld kann því að eiga einhverjar rætur að rekja til þeirrar eyjar sem
jarlstign Snorra var tengd við.
í handritum Hreiðars þáttar frá fjórtándu öld segir að Hreiðar byggi á
Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal. Þórhallur Vilmundarson telur að bæjar-
nafnið sé komið af uxaheitinu hreiði, enda tíðkaðist nafnmyndin Hreiða-
staðir áður fyrri: „Má vera, að bæjarnafnið Hreiðarsstaðir sé kveikja sagn-
anna um Hreiðar heimska, sbr. hugmyndir um heimsku nauta, sem koma
fram í því að heimskum mönnum er líkt við naut,“ segir Þórhallur í Grímni
(II, 98-9). I þessu sambandi skal einnig benda á Gjafa-Refsþátt, sem segir frá
heimskum manni sem fer með uxa föður síns frá Jaðri til Upplanda og gefur
hann Nera jarli. En Refur lógar ekki einungis uxanum heldur losnar hann
einnig við fólsku sína.