Skáldskaparmál - 01.01.1992, Síða 175
Viðvörun Snorra Sturlusonar
173
Landsmenn neituðu nú algerlega að gefa konungi Grímsey, eins og
kunnugt er, en eftirleikurinn er e.t.v. ekki eins þekktur. Þórarinn gekk annan
dag til Lögbergs og sagði frá heimboðum konungs:
Ólafur konungur sendi orð vinum sínum hingað til lands, nefndi til þess
Guðmund Eyjólfsson, Snorra goða, Þorkel Eyjólfsson, Skafta lögsögumann,
Þorstein Hallsson. Hann sendi yður til þess orð að þér skylduð fara á fund hans
og sækja þangað vináttuboð. Mælti hann það að þér skylduð þessa ferð eigi
undir höfuð leggjast cf yður þatti nokkuru varða um bans vináttu. (407)
Höfðingjarnir tóku nú að ráðgast um þetta boð:
Snorri goði og Skafti löttu þess að leggja á þá hættu við Noregsmenn að allir
senn færu af íslandi og þangað þeir menn er mest réðu fyrir landi. Sögðu þeir að
af þessi orðsending þótti þeim heldur grunir á dregnir um það er Einar hafði
getið, að konungur mundi ætla til pyndinga nokkurra við Islendinga ef hann
mætti ráða. (407)
Það er athyglisvert að Snorri leggur þessi varnaðarorð í munn Snorra
goða, forföður sínum og nafna, og Skafta Þóroddssyni sem manna lengst
gegndi lögsögmannsembættinu eins og Snorri sjálfur. Snorri vill með þessu
gera varnaðarorð þeirra að sínum.
Loks afréðu höfðingjarnir að senda syni sína eða náfrændur til konungs.
Næst segir frá því í sögu Ólafs konungs að færeyskir höfðingjar héldu á
fund hans þetta sama sumar, nema Þrándur í Götu tók sótt og dvaldist eftir.
Færeyingarnir hafa ekki lengi dvalið við hirðina þegar konungur segir þeim:
... að hann vildi hafa skatt af Færeyjum og það með að Færeyingar skyldu hafa
þau lög sem Ólafur konungur setti þeim. ... En þeim hinum færeyskum virtist
svo orð konungs sem grunur mundi á vera hvernug þeirra mál mundi snúast ef
þeir vildu eigi undir það allt ganga sem konungur beiddi þá. En þó að til þessa
máls yrðu fleiri stefnulög áður en það lyktist þá varð það framgengt allt er
konungur beiddist.... En að skilnaði veitti konungur þeim vingjafir. (408)
Snorri segir frá skiptum Færeyinga og konungsins strax á eftir frásögninni
af heimboði konungs til íslensku höfðingjanna til að sýna hvað hefði gerst ef
þeir hefðu allir senn þegið heimboð konungs.
Nokkru síðar segir frá því að fjórir íslenskir höfðingjasynir fóru á fund
Ólafs konungs. Þeir fengu þar góðar viðtökur og dvöldu með honum næsta
vetur. Að vori fýsti þá til heimferðar en konungur svarar þeim svo:
„Gellir, þér ætla eg að fara til íslands ef þú vilt bera þannug erindi mín. En aðrir
íslenskir menn, þeir er nú eru hér, þá munu engir til Islands fara fyrr en eg spyr
hvernug þeim málum er tekið er þú Gellir skalt þannug bera.“ ... En sú var
orðsending konungs að hann beiddi þess íslendinga að þeir skyldu taka við þeim
lögum sem hann hafði sett í Noregi en veita honum af landinu þegngildi og
nefgildi, pening fyrir nef hvert, þann er tíu væru fyrir alin vaðmáls. Það fylgdi