Skáldskaparmál - 01.01.1992, Blaðsíða 182
180
Úlfar Bragason
gagnleg, ekki síst vegna hins yfirgripsmikla og skilmerkilega formála Jóns
Jóhannessonar, tímatals, nafna- og atriðaorðaskráa, ættartalna og korta.
I alþýðuútgáfu Guðna Jónssonar í þremur bindum (Reykjavík, 1948) er
farið eins með textann og í fyrri Reykjavíkurútgáfum.
Síðasta lestrarútgáfa Sturlunga sögu kom út í Reykjavík árið 1988.
Ritstjóri hennar var Ornólfur Thorsson. I þessari útgáfu er farið eftir efnis-
skipan handrita og Sturlunga birt sem samsteypurit. En einnig er gerð skil-
merkileg grein fyrir skiptingu samsteypunnar í einstakar sögur samkvæmt
skoðun fræðimanna. Texta Kálunds er fylgt nema þar sem útgefendum þótti
annað fara betur. Þá fylgir þessari útgáfu skýringabindi þar sem prentaður er
inngangur, ritaskrá, töflur yfir ættir og átök, mörg kort, töflur yfir helstu
atburði á íslandi 850-1297, lögsögumenn og biskupa og íslenskar og erlendar
bókmenntir á miðöldum, orðasafn og nafnaskrá. Einnig eru í þessu skýringa-
bindi textar nokkurra íslenskra fræðirita og skjala frá miðöldum.
Þá hafa sumar sögurnar sem Sturlunga hefur að geyma, verið gefnar út
sérstaklega. Eíalldór Hermannsson gaf út texta Þorgils sögu og Hafliða
(Ithaca 1945). Fór hann eftir textanum í útgáfu Kálunds. Ursula Brown
(Dronke) sá hins vegar um útgáfu á Br texta sögunnar (Oxford 1952).
Guðbrandur Vigfússon og Jón Sigurðsson gáfu biskupasögur út í tveimur
bindum (Kaupmannahöfn 1858-78). Þar er texti Prestssögu prentaður eins og
hann er í biskupssögu Guðmundar samkvæmt handritum. Lestrarútgáfa
biskupasagna (Reykjavík 1948), sem Guðni Jónsson sá um, er reist á útgáfu
Guðbrands og Jóns. Þá vinnur Stefán Karlsson að vísindalegri útgáfu á
Guðmundar sögum en Prestssaga er aðalheimild þeirra um ævi Guðmundar
fram til biskupsvígslu. Er svokölluð Elsta saga í fyrsta bindinu (Kaup-
mannahöfn 1983).
Hrafns saga Sveinbjarnarsonar hin sérstaka er varðveitt í tveimur
gerðum. A gerðin var prentuð í biskupasagnaútgáfu Guðbrands Vigfússonar
og Jóns Sigurðssonar með lesbrigðum úr B gerðinni og aftur í Sturlungu
útgáfu Guðbrands (Oxford 1878). Þá gaf Agnete Loth út stafréttan texta A
gerðarinnar með lesháttum úr B gerðinni (Membrana Regia Deperdita,
Kaupmannahöfn 1960) og Annette Hasle sá um stafrétta útgáfu á B gerðinni
(Kaupmannahöfn 1967). Dag Strömbáck ritstýrði útgáfu ljósprents af
handritinu AM 557 4to sem hefur m.a. að geyma elsta texta B gerðarinnar
(Kaupmannahöfn 1940). Síðast gaf Guðrún P. Helgadóttir út endurgerðan
texta Hrafns sögu binnar sérstöku með lesháttum, skýringum og rækilegum
formála um uppruna sögunnar og gerð (Oxford 1987).
Finnbogi Guðmundsson sá um lestrarútgáfu á Islendinga sögu (Reykjavík
1974) og fylgdi hann texta Sturlungu útgáfunnar frá 1946.
Til er í handriti latnesk þýðing á allri Sturlungu frá miðri 18. öld
(Benedikt Sveinsson 1915: viii). Þá þýddi Kálund samsteypuritið á dönsku
(Kaupmannahöfn 1904). Fredrik Paasche endursagði frásagnir úr Sturlungu
í bók sinni Snorre Sturlason og Sturlungene (Paasche 1922). Brot af