Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 184
182
Úlfar Bra.ga.son
Samsetning Sturlungu
Fyrr héldu fræðimenn að Sturla Þórðarson hefði skrifað alla Sturlunga sögu
eða a.m.k. þann hluta samsteypunnar sem gerist eftir dauða Brands biskups
Sæmundarsonar árið 1201 (sjá Björn M. Ólsen 1902: 198-204; einnig Einar
Ól. Sveinsson 1965: 63-66). Þessa skoðun sína reistu þeir á óljósu og villandi
orðalagi Sturlunguformdlans í Króksfjarðarbók. Þar segir: „Flestar allar
sögur þær er hér hafa gerst á íslandi voru ritaðar áður Brandur biskup Sæm-
undarson andaðist en þær sögur er síðan hafa gerst voru lítt ritaðar áður
Sturli skáld Þórðarson sagði fyrir Islendinga sögur“ (Sturlunga saga 1988, 1:
100). Sumir héldu að orðin „Flestar allar sögur o.s. frv.“ vísuðu til þess hluta
Sturlungu sem gerðist fyrir andlát Brands biskups og hefði hann skrifað
sögur þessar en Sturla hins vegar þann hluta safnsins sem gerðist eftir að
biskup leið. Aðrir litu svo á að „Flestar allar sögur" ætti ekki við Sturlungu
heldur Islendingasögur og drógu þá ályktun af þessum orðum að þær hefðu
verið ritaðar fyrir 1201. Hins vegar héldu þeir að Sturla Þórðarson væri
höfundur allrar eða mestallrar Sturlungu. Samt sem áður sáu þessir
fræðimenn að Sturla mundi ekki hafa lokið verkinu þar sem í formálanum
segir um hann: „því að hann vissi eg alvitrastan og hófsamastan. Láti guð
honum nú raun lofi betri“ (Sturlunga saga 1988, 1: 100).
Finnur Magnússon varð fyrstur til að tengja endanlega gerð Sturlungu
Skarðverjum á Skarðsströnd. Um svipað leyti varð fræðimönnum ljóst að
Sturlunga væri samsteypa margra sagna. Guðbrandur Vigfússon benti á
Þórð Narfason á Skarði (dáinn 1308) sem höfund hennar. Hélt hann fram
þeirri skoðun að orðin um Sturlu, sem vitnað var til hér að framan, hefði sá
einn ritað sem hefði þekkt Sturlu eins vel og Þórður gerði. Enn fremur bentu
tengsl Geirmundar þáttar heljarskinns við Skarð og ættartölur í safninu til
þess að Skarðverji hefði fjallað um efnið. Guðbrandur áleit að Þórður hefði
eftir lát Sturlu fengið í hendur handrit hans sem þá var ef til vill ólokið og
sett Sturlungu saman úr þessum textum og öðrum heimildum. Það ætti að
hafa gerst um 1300. Guðbrandur var einnig þeirrar skoðunar að orðin
„Flestar allar sögur“ í formálanum ættu við sögur samsteypunnar og hann
hélt að þau bæru því vitni að sá hluti Sturlungu sem gerðist fyrir andlát
Brands biskups hefði verið skrifaður áður en Sturla fór að rita um þetta efni.
Síðari hluta samsteypunnar hefði Sturla hins vegar aðallega samið. Guð-
brandur reisti skiptinguna á samsteypunni í einstakar sögur í útgáfu sinni á
þessari niðurstöðu. En í útgáfunni, sem hann byggði á Reykjarfjarðarbók,
eins og áður sagði, aðgreindi hann Geirmundar þátt heljarskinns, Þorgils
sögu og Hafliða, Sturlu sögu, Sturlunguformálann, Prestssögu, Guðmundar
sögu dýra, Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar og Svínfellinga sögu. Sturla átti
hins vegar að dómi Guðbrands að hafa skrifað aðra hluta Sturlungu, þ.e.
Islendinga sögu, Þórðar sögu kakala og Þorgils sögu skarða. Aðeins