Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 186
184
Úlfar Bragason
þessar sögur, sérstaklega um Sturlunga. Frá 1202 til 1242 sé sjónarsvið
sögunnar víðara og efni hennar víðfeðmara (Björn M. Ólsen 1910). Jón
Jóhannesson fylgdi röksemdafærslu Björns og áleit að Sturla hefði ekki
skrifað um sömu hluti og höfundar Þórðar sögu kakala og Þorgils sögu
skarða, nema þá til að leiðrétta sögurnar, af því að hann þekkti þær. Frá 1255
til 1258 hafi Þorgils skarði átt þátt í öllum helstu atburðum í landinu. Árið
1258 gerðust hins vegar nokkrir viðburðir sem Þorgils saga sagði ekki frá og
Sturla taldi þurfa að gera grein fyrir. Atburðafrásagnir þær sem fylgja þar á
eftir í samsteypunni fram til ársins 1262, jafnvel allt til 1264, eignaði Jón
Sturlu einnig. Þessi síðasti hluti Sturlungu er fremur samhengislaus og taldi
Jón að orsökin gæti verið sú að Sturla hafi litið á hann sem viðauka við sögur
sínar um Noregskonunga Qón Jóhannesson 1946: xxxiv-xxxviii).
Guðbrandur Vigfússon taldi að höfundur Sturlungu hefði verið
lærisveinn Sturlu Þórðarsonar (Guðbrandur Vigfússon 1878: civ) og Björn
M. Ólsen hugði að hann hefði notað við verk sitt handrit Sturlu sem hefði
haft að geyma ættartölur, eftirrit Sturlu sögu, formála Sturlu fyrir Islendinga
sögu og söguna sjálfa (Björn M. Ólsen 1902: 383-85, 391-93). Jón Jóhannes-
son áleit Islendinga sögu ófullbúið verk, safn til sögu. Taldi hann að Sturla
hefði ætlað að skrifa mikið samsteypurit sem næði yfir þessa sögu og aðrar
um sögu Islands Qón Jóhannesson 1946: xxxviii). Þannig á Sturlungu höf-
undurinn að hafa fylgt fordæmi Sturlu að nokkru leyti í verki sínu. I formála
Sturlungu skýrir höfundurinn þá aðferð sína að tengja svo saman margar
einstakar sögur um viðburði sem gerst hafi samtímis að þeir komi í nokkurn
veginn eðlilegri tímaröð. Hann minnist þar einnig á nokkrar sagnanna sem
hann notaði og jafnframt Þorláks sögu helga sem hann þó felldi ekki inn í
samsteypurit sitt. I formálanum gerir höfundurinn einnig grein fyrir
heimildum Sturlu Þórðarsonar að Islendinga sögu. Björn M. Ólsen áleit, eins
og áður sagði, að þessi formáli (eða greinargerð) væri saminn upp úr öðrum
eldri sem Sturla Þórðarson hefði ritað fyrir Islendinga sögu. Hafa fræðimenn
síðar fallist á þá skoðun hans (Pétur Sigurðsson 1933-35: 155-62, Sverrir
Tómasson 1988: 384-85). Sverrir Tómasson telur þó að hér sé aðeins um
knappa endursögn formálans að ræða og erfitt út frá henni að gera sér í
hugarlund hvert hafi verið upphaflegt efni hans.
Guðrún Ása Grímsdóttir hefur vakið máls á að ekki hafi aðeins verið
munur á efni aðalhandrita Sturlungu heldur einnig á inntaki (Guðrún Ása
Grímsdóttir 1982: 56). Þannig sé Reykjarfjarðarbók fjölyrtari um sáttastarf
klerka en Króksfjarðarbók. Beri það vitni um kirkjuleg sjónarmið ritara
handritsins, auk þess að Árna sögu biskups og Jarteinasögu Guðmundar
biskups er þar aukið við samsteypuna. Því er nauðsynlegt að gefa gaum að
þróunarferil samsteypunnar ekki síður en uppruna hennar og upphaflegri
gerð.
Sturlunguformálinn nefnir Sturlu Þórðarson sem höfund að Islendinga
sögu. Fræðimenn hafa síðan bent á hugsanlega höfunda annarra sagna í