Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 188
186
Úlfar Bragason
rittengslum og list sagnanna (sjá Einar Ól. Sveinsson 1965; einnig Ursula
Brown 1952a: ix-xxix; Peter Foote 1955: 66-70; Guðrún P. Helgadóttir
1987: lxxxi-xci). En óvissan um tímasetningu einstakra sagna og skoðana-
munur fræðimanna um það hvenær t.d. Þorgils saga og Haflida og Islendinga
saga voru ritaðar Qón Jóhannesson 1946: xxiii-xxiv, xxxviii-xxxix) sýnir
hversu haldlítil þessi rök eru í raun enda eru sögurnar ekki varðveittar í
upphaflegri mynd. Hins vegar verður þróun sagnaritunarinnar og þær
breytingar sem gerðar hafa verið á einstökum sögum í tímans rás vart
skýrðar nema unnt sé að ákvarða nokkurn veginn ritunartíma þeirra.
Þær textafræðilegu rannsóknir á Sturlungu, sem gerðar hafa verið, hafa
leitt í ljós að samsteypuritið var upphaflega sett saman úr eftirtöldum
einstökum verkum Qón Jóhannesson 1946: xvi-xix). Þó má búast við að
nákvæm stílgreining með aðstoð tölvutækni geti breytt þessari mynd
nokkuð:
1. Geirmundar þáttur heljarskinns gerist á landnámsöld. í lok hans eru
ættir Skarðverja raktar. Er það ein vísbending um að höfundur
Sturlungu hafi verið af þeirri ætt. Mun hann hafa samið þáttinn sem
nokkurs konar inngang að verki sínu.
2. Þorgils saga og Hafliða fjallar um deilur þeirra Þorgils Oddasonar og
Hafliða Mássonar 1117-21. Sagan er af sumum talin samin í lok 12.
aldar en af öðrum ekki fyrr en um 1240 (Ursula Brown 1952a: x-xxix).
3. Ættartölur. Sumar eru gamlar að stofni, jafnvel eftir Sturlu Þórðarson,
en höfundur samsteypunnar hefur bætt við þær.
4. Sturlu saga segir frá uppgangi Hvamms-Sturlu og deilum hans við
nágrannahöfðingja. Sagan gerist á árunum 1148-83. Líklega hefur hún
verið samin á fyrsta fjórðungi 13. aldar.
5. Sturlunguformálinn í núverandi mynd var settur saman af höfundi
samsteypunnar, eins og áður sagði.
6. Prestssaga fjallar um ævi Guðmundar Arasonar frá fæðingu hans 1161
þar til hann sigldi til Noregs til biskupsvígslu 1202 (sjá Stefán Karlsson
1983: clii-cliii). Guðbrandur Vigfússon taldi að Lambkár Þorgilsson
(dáinn 1249), vinur og ritari Guðmundar, væri höfundur sögunnar
(Guðbrandur Vigfússon 1858: lviii-lxi). Hafa menn fallist á þá tilgátu en
óvíst er hvort sagan var skrifuð skömmu eftir að Guðmundur varð
biskup eða eftir lát hans 1237 Qón Jóhannesson 1952: 92-93). Sagan er
einnig varðveitt sem hluti biskupssögu Guðmundar.
7. Guðmundar saga dýra gerir grein fyrir deilum höfðingja í Eyjafirði,
aðallega á árunum 1186-1200. Sagan er talin skrifuð ekki löngu eftir lát
Guðmundar 1212.
8. Islendinga saga eftir Sturlu Þórðarson, meginuppistaðan í sam-
steypunni, hefst 1183, þar sem Sturlu sögu sleppir, og nær að tali Jóns
Jóhannessonar til 1262 eða 1264, eins og áður sagði. Fræðimenn hafa