Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 196
194
Úlfar Bragason
væru mun fleiri persónur nefndar til sögu í veraldlegum samtíðarsögum en í
íslendingasögum en bein samtöl kæmu þar sjaldnar fyrir. Vildi hann rekja
þennan mun til þess að sögurnar hefðu varðveist mismunandi lengi í munn-
legri geymd (Liestol 1929: 56-96). Peter Hallberg hefur borið frásagnirnar af
Flugumýrarbrennu og Njálsbrennu saman. Hann bendir á að þær séu báðar
í meginatriðum ritaðar í sama hlutlæga stílnum. Þó álítur hann grund-
vallarmun á frásögnunum sem stafi af því að Islendinga saga Sturlu sé
heimildasaga en Njáls saga skáldskapur. Frásögn Sturlu sé því efnismikil,
stundum ósamkvæm og margbrotin og mannlýsingarnar séu ekki jafnskýrar
og í Njálu (Hallberg 1976; sjá einnig Hallberg 1983).
Þá hefur Jónas Kristjánsson borið saman byggingu eða samsetningu
íslendingasagna og samtíðarsagna, einkum Islendinga sögu, ættartölur og
mannfræði, drauma, sýnir og fyrirburði, knattleika, hestavíg, vopnaskipti og
orrustur, skapstillingu og hugprýði manna. Kemst hann að þeirri niðurstöðu
að samsetning sagnanna sé breytileg frá einni sögu til annarrar og því liggi
ekki sameiginlegt byggingarmót þeim til grundvallar. Samræmi sé hins vegar
milli sagnaflokkanna hvað varði lýsingar á skapstillingu manna og hugprýði
á dauðastund en mikill munur sé á tíðni einstakra efnisatriða og minna í
samtíðarsögum og Islendingasögum Qónas Kristjánsson 1988b).
Rolf Heller hefur athugað rittengsl milli íslendingasagna og veraldlegra
samtíðarsagna og m.a. bent á að Fóstbræðra saga, Gísla saga og Laxdæla hafi
þegið frá Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar (Heller 1977). Þá álítur hann að
höfundur Laxdælu hafi þekkt Sturlu sögu (Heller 1961). Jafnframt hefur
hann fært rök fyrir því að höfundur Svínfellinga sögu hafi notað
Vopnfirðinga sögu og ef til vill Laxdæla sögu við samningu verks síns. Einnig
hefur Heller bent á líkingar með íslendinga sögu og Svínfellinga sögu. Álítur
hann að sumar atvikalýsingar Svínfellinga sögu eigi sér fyrirmyndir í
íslendinga sögu (Heller 1964).
Margaret Cormack hefur athugað frásagnir um dauðastundir í konunga-
sögum og samtíðarsögum. Telur hún þar gæta áhrifa frá helgramannasögum,
t.d. hafi Hrafns saga orðið fyrir áhrifum frá Tómasar sögu erkibiskups
(Cormack 1985). Auk Tómasar sögu álítur Guðrún P. Helgadóttir tengsl vera
á milli Hrafns sögu og frásagna um Magnús Orkneyjajarl í Orkneyinga sögu
eða annars staðar (Guðrún P. Helgadóttir 1987: lxi-lxxiv). Þá hefur Stefán
Karlsson gert grein fyrir því hvernig Guðmundar saga biskups er reist á
Prestssögu, Hrafns sögu og Islendinga sögu (Stefán Karlsson 1983: cl-clx).
Walther H. Vogt ritaði um samsetningu Sturlu sögu og Guðmundar sögu
dýra. Eins og í öðrum rannsóknum sínum á fornsögunum gerði hann ráð
fyrir að höfundarnir hefðu myndað heild úr munnlegum frásögnum sem þeir
hefðu safnað (sjá Andersson 1964: 54-55). Áleit hann Sturlu sögu vera
nokkurs konar safn þriggja ólíkra þátta sem hefðu verið tengdir með hliðsjón
af tímatali en annað samhengi skorti í sögunni. Hins vegar hugði hann að
Guðmundar saga dýra myndaði heild hvað varðaði byggingu sem ævisaga en