Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 197
Sturlungasaga - Textar og rannsóknir
195
efnisþráðurinn væri frásögnin af Lönguhlíðarbrennu, aðdraganda hennar og
eftirmálum (Vogt 1913). Síðar taldi Magnús Jónsson að Guðmundar saga
dýra væri safn tólf sjálfstæðra þátta sem höfundur hennar eða safnandi hefði
skipað í tímaröð (Magnús Jónsson 1940). Peter Foote álítur aftur á móti að
lýsingin á skapgerð Flvamms-Sturlu sé samkvæm í allri Sturlu sögu og
heldur að sagan hafi verið hugsuð sem heild (Foote 1950-51).
Jacqueline Simpson hefur kannað frásagnarlist Guðmundar sögu dýra
gaumgæfilega og andmælt niðurstöðum Magnúsar Jónssonar. Hún sýnir
hvernig „staðreyndir" eru færðar í listrænan búning í sögunni og færir rök
fyrir því að málsvörn fyrir Guðmund komi fram í samsetningu sögunnar,
persónulýsingum, inntaki, frásagnarhætti og orðalagi (Simpson 1960;
Simpson 1961). Þá hefur Guðrún P. Helgadóttir lýst hvernig efnisval,
framsetning, mannlýsingar og bygging Hrafns sögu þjóni þeim tilgangi
höfundarins sem kemur fram í formála sögunnar að réttlæta Hrafn og jafna
honum við helga menn (Guðrún P. Helgadóttir 1987; sjá einnig Ulfar
Bragason 1988; Tranter 1989).
Preben Meulengracht Sorensen hefur gert grein fyrir frásagnaraðferð í
Islendinga sögu, einkum því hvernig sviðsetningar atburðanna eru notaðar í
frásögninni af Orlygsstaðafundi og aðdraganda hans. Bendir Sorensen á að
sviðsetningaformið sé hið sama og notað er í Islendingasögum. Sorensen
sýnir einnig fram á að Sturla hefur valið og túlkað efnivið sinn á þann hátt að
frásögnin myndar eina heild gagnstætt því sem flestir hafa haldið fram. Þá
leggur hann áherslu á að við þekkjum samtíð Sturlu af ritum hans en hvorki
raunveruleika þeirrar tíðar né heimildir Sturlu um hvað gerðist (Sorensen
1988b).
í doktorsriti sínu, Tr'dume und Vorbedeutung in der Islendinga saga
Sturla Thordarsons, gerði Robert J. Glendinning grein fyrir rannsókn á
draumum og spásögnum í sögunni. Er niðurstaða hans sú að Sturla noti
drauma og forspár bæði til að segja fyrir um og draga athygli að örlagaríkum
atburðum, eins og vanalegt er í miðaldaritum íslenskum, og til að skýra þessa
atburði óbeint og kveða upp siðferðilega dóma um menn og málefni. Á
þennan hátt séu flestir draumanna tengdir meginhugmyndinni í fyrra hluta
Islendinga sögu: uppgangi og hruni Sturlunga (Glendinning 1974; sjá einnig
Glendinning 1966). Glendinning hyggur einnig að hann hafi fundið í
draumum Islendinga sögu stílsamsvörun á milli frásagnaratriðis og
raunveruleikans og heldur að unnt sé að lesa út úr raunverulegum atvikum á
13. öld hugmyndir samtíðarinnar um sagnagerð (Glendinning 1973-74).
Atburðir 13. aldar eru þó einkum þekktir af frásögnum Sturlungu sjálfrar.
Preben Meulengracht Sorensen telur að draumar Jóreiðar í Miðjumdal í
Islendinga sögu, þar sem Guðrún Gjúkadóttir birtist, beri vitni um þann
vanda sem fylgdi skyldum við vini og ættingja og einatt sé fjallað um í
íslenskum 13. aldar bókmenntum (Sorensen 1988a). Hermann Pálsson hefur
bent á lærðar hugmyndir í draumvísu í Islendinga sögu (Hermann Pálsson