Skáldskaparmál - 01.01.1992, Síða 198
196
Úlfar Bragason
1983). Peter Foote gerir grein fyrir táknmáli í þremur draumvísum í Hrafns
sögn og bendir á hliðstæður þess, m.a. í Sólarljódum (Foote 1986; sbr.
Paasche 1914,1948: 206-8). Þá hefur Guðrún Nordal fjallað um draumvísur
í Islendinga sögu og tengt þær vitrunarkveðskap miðalda og Bergljót S.
Kristjánsdóttir tengir Jóreiðardauma við slíkan kveðskap. Báðar taka undir
þá skoðun Glendinnings að draumar séu notaðir í sögunni til að koma
siðferðilegum sjónarmiðum söguhöfundar að (Guðrún Nordal 1990; Berg-
ljót S. Kristjánsdóttir 1990).
Hermann Pálsson hefur tíundað kveðskap sem eignaður er Sturlu
Þórðarsyni, m.a. kvæðisbrot og lausavísur sem varðveittar eru í Sturlungu,
og bent á að höfundurinn kveði skýrar að orði í bundnu máli en lausu þegar
hann segir frá eigin vanda (Hermann Pálsson 1988).
Marlene Ciklamini hyggur að sú siðferðilega skoðun komi fram í hlið-
hollum lýsingum Sturlu Þórðarsonar á ömmu sinni, Guðnýju Böðvars-
dóttur, og föður sínum, Þórði Sturlusyni, að menn beri ábyrgð gerða sinna
(Ciklamini 1983). Gunnar Karlsson segir að í Islendinga sögu komi fram
togstreita „milli tvenns konar siðaboða, annars vegar boðs um dirfsku,
hetjuskap, hreysti, hefnd, hins vegar boðs um frið, sáttfýsi, virðingu fyrir
mannslífum og jafnvel eftirgjöf" (Gunnar Karlsson 1988: 206). Ófriður sé þó
fordæmdur í sögunni. Dregur Gunnar þær ályktanir af þessu að sagan sé
skrifuð í þjóðfélagi og um þjóðfélag sem gerir hermennsku hátt undir höfði
en Sturla hafi harmað óöldina. Guðrún Nordal er líkrar skoðunar og telur
Sturlu hafa mesta aðdáun á þeim mönnum sem stunduðu lítt bardaga
(Guðrún Nordal 1989). En togstreitan milli siðaboða er ekki fyrir hendi í
lýsingunni á dauða Sturlu Sighvatssonar í Islendinga sögu eins og Marlene
Ciklamini túlkar hana. Telur Ciklamini að lífshlaupi Sturlu sé lýst með
kristilegri samúð og guðfræðilegum skilningi. Fyrir náð guðs breytist Sturla
og taki afstöðu gegn fyrri ofsa og ofdrambi og athafnir hans á dauðastund
beri vott um að hann iðrist fyrri gjörða (Ciklamini 1988b; sbr. Ulfar
Bragason 1986a). Jafnframt álítur Ciklamini að Eyjólfi Kárssyni og Aroni
Hjörleifssyni sé lýst sem baráttumönnum kristninnar í Islendinga sögu
(Ciklamini 1988a)
Herbert S. Joseph hefur fjallað um Haukdælaþátt og talið hann eðlilegan
inngang að umfjöllunarefni Sturlungu. Þátturinn sýni hvernig hrekkvís
örlögin réðu því að Gissur Þorvaldsson, andstæðingur Sturlunga, varð til
(Joseph 1971). Marlene Ciklamini heldur því hins vegar fram að guðleg
forsjón sé rauði þráðurinn í efni Geirmundarþáttar heljarskinns sem annars
sé ósamstætt. Álítur hún að boðskapur þáttarins hafi þýðingu fyrir
Sturlungu í heild og eigi að sýna að blóðsúthellingar og mannleg grimmd í
sögum samsteypunnar séu ákveðin af forsjóninni (Ciklamini 1981). Á líkan
hátt telur Marlene Ciklamini að ætlun höfundar Sturlu þáttar hafi verið að
fullvissa áheyrendur sína um að siðferðisstyrkur manna geri þeim lífið
bærilegra og skiljanlegra í ótryggum heimi (Ciklamini 1984). Ef það er rétt