Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 199
Sturlungasaga - Textar og rannsóknir
197
að Sturlunga flytji kristilegan siðferðisboðskap er helst að ætla að þeir sem
hafa fordæmt Sturlungaöld af trúarlegri vandlætingu fyrir siðlos hafi
meðtekið skilaboðin í samsteypuritinu (sjá t.d. Magnús Helgason 1931).
Theodore M. Andersson rannsakaði formgerð Islendingasagna og Joseph
C. Harris gerð íslendingaþátta í konungasögum til að reyna að kveða nánar
á um flokkun fornbókmennta. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að atburða-
rásin fylgdi ákveðnu ferli í hvorum flokki. Andersson greindi svonefnt
ófriðar- eða hefndamynstur í frásögnum Islendingasagna en í því eru sex
frásagnarliðir sem fylgja hver á eftir öðrum alltaf í sömu röð: kynning á
deiluaðilum, þróun ófriðar, höfuðátök, hefnd, sættir og eftirmáli (Andersson
1967). Harris fann utanfararmynstur í Islendingaþáttum þar sem ágreiningur
við erlendan höfðingja, oftast Noregskonung, og síðan sættir eru aðalatriðin
(Harris 1972). Á það hefur hins vegar verið bent að frásagnarmynstur þessi
einkenna ekki sérstaklega íslendingasögur og íslendingaþætti heldur koma
einnig fyrir I öðrum fornsögum, m.a. samtíðarsögum (Lönnroth 1975;
Lönnroth 1976: 71; Úlfar Bragason 1986b: 56-68; Úlfar Bragason 1990a).
Preben Meulengracht Sorensen hefur fært rök að því að sagnaritarar á
miðöldum hafi notað sagnfræðilegt efni til að lýsa og skýra algengar
hugmyndir um sögulega þróun og gang lífsins. Hann bendir á höfund Sturlu
þáttar sem dæmi. Höfundurinn hafi gert sér grein fyrir að atburðirnir, sem
hann ætlaði að segja frá, miðluðu hugmyndum um hetjuna sem fer utan,
finnur sjálfa sig og snýr heim með frægð og frama. Síðan hafi hann valið efni
frásagnarinnar í samræmi við þessar hugmyndir og samsvarandi frásagnar-
mynstur. Áheyrendurnir hafi svo skilið þáttinn með því að setja hann í
samband við aðrar frásagnir sem byggjast á sömu hugmynd og hafi sams
konar frásagnargerð (Sorensen 1977: 165-69).
Eins og greint var frá hér að framan telur Jesse L. Byock að frásagnir
Islendingasagna og veraldlegra samtíðarsagna af deilum og flokkadráttum
endurspegli að það var meginvandi íslensks miðaldasamfélags að halda aftur
af ójafnaðarmönnum og finna lausn á deilumálum. Álítur Byock að
framvinda frásagnanna gefi raunhlíta mynd af því hvernig deilumál þróuðust
í samfélaginu. Rannsókn Byocks fæst þó aðallega við formgerð sagnanna en
ekki miðaldasamfélagið eins og hann gefur í skyn. Greinir hann þrjú
meginatriði í frásögn af ófriði: átök, málamiðlun og lausn. Þessi atriði séu sett
saman í stærri heildir, ekki endilega í þeirri röð sem þau voru talin upp hér.
Frásagnarheildirnar tengist síðan í keðju flokkadrátta og deilna (Byock
1982; sjá einnig Byock 1984 og Byock 1986b). Helstu nýjungarnar við
formgreiningu Byocks í samanburði við athugun Theodore M. Anderssons á
Islendingasögum er hversu mikinn hlut hann skipar málamiðlun í
frásögninni (sjá Vésteinn Ólason 1984: 183). Þetta á ef til vill rætur að rekja
til þess að hann tekur veraldlegar samtíðarsögur með í rannsókninni. En
Andreas Heusler benti á í ritgerð sinni Zum islándischen Fehdenwesen in der
Sturlungenzeit að samkomulagsumleitanir væru margbrotnari í Sturlungu en