Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 200
198
Úlfar Bragason
íslendingasögum og málamiðlun væri þar algengari (Heusler 1912). Þá álítur
Ursula Brown að Þorgils saga og Hafliða fjalli beinlínis um málamiðlanir
(Brown 1952a: xvi-xx).
John Scahill hefur haldið fram þeirri skoðun að hvorki samfélagsformið
(Byock 1982) né erlendar fyrirmyndir (Clover 1982) geti útskýrt formgerð
og samsetningu Islendinga sögu Sturlu Þórðarsonar. Munurinn á riti Sturlu
og Islendingasögum skýrist af þeim tilgangi höfundarins að skrá
samtímaviðburði og varpa ljósi á endalok goðaveldisins (Scahill 1986).
Stephen Norman Tranter leggur áherslu á hvað höfundur Sturlungu ætlaðist
fyrir með samsteypuritinu í doktorsritgerð sinni, Sturlunga saga: Tbe Röle of
the Creative Compiler, og sýnir fram á hvernig fyrirætlun hans birtist þar.
Höfundurinn hafi steypt sögunum saman, skorið þær og lagfært, eins og
unnt sé að sjá með því að bera saman Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar hina
sérstöku og það sem eftir er af henni í samsteypunni. Meðhöndlun Sturlungu
höfundar á Hrafns sögu birti áhuga hans á deilum, orsökum þeirra og
lausnum. Sögurnar í samsteypunni frá og með Þorgils sögu og Hafliða til
loka Hrafns sögu sýni að því verr sem bestu menn landsins hafi verið undir
það búnir að setja niður deilur þeim mun lengri og harðari urðu átökin.
Síðari hluti ritsins beri því síðan vitni hversu illa fór fyrir landsmönnum
þegar ekki tókst að koma á varanlegum sáttum. Sturlunga sé dæmisaga, tekin
saman til varnaðar leiðtogum íslendinga á 14. öld (Tranter 1987; sjá einnig
Tranter 1989).
Sá sem þetta ritar hefur í nokkrum greinum og óbirtri doktorsritgerð
leitast við í fyrsta lagi að sýna fram á að greinarmunurinn sem einatt er
gerður á íslendingasögum og veraldlegum samtíðarsögum sé að mörgu leyti
óeðlilegur enda lúti frásögn sagnanna í báðum flokkum sams konar
lögmálum. I öðru lagi hefur hann lagt áherslu á að taka verði tillit til
frásagnarforms, frásagnarhneigðar og inntaks þegar sögur Sturlungu eru
notaðar sem sagnfræðilegar heimildir. í þriðja lagi hefur hann leitt rök að því
að höfundur samsteypunnar hafi þekkt frásagnarfræði fornsagna gjörla og
dregið fram ákveðnar hugmyndir í sögunum, sem hann safnaði, með
viðbótum, niðurfellingum og skeytingum, líkt og Tranter hefur gert grein
fyrir (Úlfar Bragason 1981; Úlfar Bragason 1986a; Úlfar Bragason 1986b;
Úlfar Bragason 1988; Úlfar Bragason 1989; Úlfar Bragason 1990a; Úlfar
Bragason 1990b).
Sigurður Nordal taldi mikilvægt að skoða þróun íslenskrar sagnaritunar í
heild en ekki aðeins einstakra flokka sagna (Sigurður Nordal 1920: 105). í
ritgerðinni „Sagalitteraturen“ skipaði hann sögum Sturlungu og sam-
steypunni í þess konar bókmenntasamhengi. Þá hélt hann fram þeirri skoðun
að þróunina meðal samtíðarsagna mætti marka af því að Guðmundar saga
dýra væri ekki jafnlistræn í frásögn og Islendinga saga sem mun vera yngri.
Hann áleit einnig, eins og Magnús Jónsson (1940), að samtíðarsögur hefðu
orðið til stig af stigi. Fyrst hefði verið safnað til þeirra og síðan hefðu