Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 209
Eru biskupasögur til?
ÁSDÍS EGILSDÓTTIR
I
I umræðu um íslenskar bókmenntir fyrri alda hin síðari ár og áratugi hefur
nokkuð verið fjallað um skiptingu í bókmenntagreinar.
Um miðjan áttunda áratuginn fjölluðu fræðimennirnir Joseph Harris,
Lars Lönnroth og Theodore Andersson um flokkaskiptingu og skýr-
greiningar íslenskra bókmennta fyrri alda á síðum tímaritsins Scandinavian
Studies.1 Tilefni þeirra skrifa var einkum grein Joseph Harris frá 1972 í sama
tímariti,2 þar sem hann leitast við að gefa íslendingaþáttum þegnrétt innan
íslenskra miðaldabókmennta og deilir um leið á skoðanir Lars Lönnroth á
því vandamáli.3 Þessir þrír fræðimenn tóku efnið fyrir út frá bókmennta- og
frásagnarfræðilegu sjónarhorni og tímamótaskrif Hans Robert Jauss um
bókmenntategundir4 höfðu greinileg áhrif á rannsóknir Joseph Harris. Þó
hér hafi verið um ritdeilu að ræða eru niðurstöður fræðimannanna líkar.
Öllum finnst umræðan um bókmenntategundir í íslenskum bókmenntum
fyrri alda vera áhugaverð, þótt viðfangsefnið láti fremur illa að stjórn, allir
gera sér skýra grein fyrir hættunni sem felst í því að einblína um of á
nafngift bókmenntategundanna, og allir eru meira og minna hikandi við að
gera róttækar breytingar á því kerfi sem við höfum vanist, svo fræðimenn
verði ekki enn ráðvilltari fyrir bragðið.5
En umræðan heldur áfram og hefur í seinni tíð einkum snúist um forn-
aldarsögur og riddarasögur, þýddar og frumsamdar, hér má nefna sérstaklega
framlag Hermanns Pálssonar, Marianne Kalinke og Torfa Tulinius um þetta
efni.6
1 Lars Lönnroth. The Concept of Genre in Saga Literature, Joseph Harris. Genre in the
Saga Literature: A squib, Theodore M. Andersson. Splitting the Saga. Scandinavian
Studies 47 (1975), 419-441.
2 Joseph Harris. Genre and Narrative Structure in Some Islendingaþættir. Scandinavian
Studies 44 (1972), 1-27.
3 Lars Lönnroth. Tesen om de tvá kulturerna. Kritiska studier i den islándska saga-
skrivnings sociala förutsáttningar. Scripta Islandica 15 (1964), 9-32.
4 Hans Robert Jauss. Littérature médiévale et théorie des genres. Poétique 1 (1970),
79-101.
5 Sjá m.a. Andersson 1975, 441.
6 Sjá m.a. Hermann Pálsson and Paul Edwards. Legendary Fiction in Medieval Iceland.
Studia Islandica 30 (1970); Marianne Kalinke. Bridal Quest Romance in Medieval
Iceland. Islandica 45 (1990), 1-24; Torfi Tulinius. Landafrasði og flokkun fornsagna.
Skáldskaparmál 1 (1990), 142-157.
SKÁLDSKAPARMÁL 2 (1992)
207