Skáldskaparmál - 01.01.1992, Qupperneq 210
208
Ásdís Egilsdóttir
Biskupasögur hafa ekki verið ofarlega á baugi í þessari umræðu, enda ekki
heldur ofarlega á vinsældalista fræðimanna. Þannig hljóða upphafsorð
formála fyrstu heildarútgáfu biskupasagnanna:
„Af sagna-flokkum þeim sem við koma íslandi er einn, sem hingað til hefir verið
lítill gaumur gefinn, en það er kristnisaga landsins og sögur hinna fyrstu biskupa
í hinum forna sið, og sem vér einu nafni nefnum Biskupasögur. Þessar sögur hafa
einkennilegan blæ og líkjast nokkuð sagnaritum vorra tíða, því allflestar þessar
sögur hafa ritað þeir menn, er sjálfir lifðu samtíða þeim er sögurnar eru af, hafa
þær því fremur æfisögu brag. Fyrirmynd þessara sagna er Islendingabók Ara,
þar ritaði Ari langt skeið um það hvernig kristni kom á ísland, eptir sögn Teits í
Haukadal, fóstra síns, og síðan æfi hinna fyrstu biskupa í Skálholti." 7
Það er líklega ekki ofmælt að þessi útgáfa hafi lagt grunninn að skilningi
manna og skýrgreiningum á biskupasögum. Utgefendur vekja athygli á því
að biskupasögur hafi verið afræktar, en efnisval útgáfunnar og umfjöllun
útgefenda sýna að þeir líta fyrst og fremst á biskupasögurnar sem söguleg
heimildarit. Æfisögur biskupanna eru heimild um kristnisögu landsins,
einskonar framhald Kristnisögu og þeirra þátta sem valdir voru í útgáfuna og
segja sögu kristniboðsins. Tilgangur útgefenda Biskupasagna Hins íslenska
Bókmenntafélags er því að birta lesendum samfellda sögu íslenskrar kristni
frá upphafi og fram til siðskipta. Þeir leggja áherslu á gildi biskupasagnanna
sem samtíðarsagna og telja höfunda þeirra beina arftaka Ara fróða.
Biskupasögurnar eiga það sameiginlegt með flestum öðrum greinum
íslenskra miðaldabókmennta að nafngift þeirra er til komin vegna útgáfu-
hefðar. Þó svo að fyrsta útgáfa biskupasagnanna hafi mótað viðhorf manna
til þeirra lengi vel, hefur skýrgreining þeirra verið þrengd og á nú venjulega
við þær sögur sem segja frá ævi íslenskra biskupa, Hungurvöku, Þorláks
sögu, Páls sögu, Jóns sögu, Guðmundar sögur, Laurentíus sögu og Árna
sögu.8 Þessar sögur eru samt sem áður ólíkar hvað snertir form og efnistök.
I umfjöllun um biskupasögurnar hefur því gætt nokkurrar togstreitu, menn
hafa reynt að finna einstökum sögum stað innan ólíkra bókmenntagreina en
jafnframt fjallað um þær sem heild.
Það hefur tíðkast að skipa biskupasögum í flokk með sögum Sturlungu
og nefna einu nafni samtíðarsögur. Sú flokkun á ugglaust rætur að rekja til
alkunnrar skiptingar Sigurðar Nordals á bókmenntaarfinum eftir afstöðu
ritunartíma gagnvart sögutíma.9 Þesa leið fer Jónas Kristjánsson einnig í bók-
menntasögu sinni.10 Flestar biskupasagnanna eru vissulega skráðar af
7 Biskupa sögur I—II. [Útg. Guðbrandur Vigfússon og Jón Sigurðsson]. Kaupmanna-
höfn 1858-78, v.
8 Sjá m.a. Kurt Schier. Sagaliteratur. Stuttgart 1970, 67, Magnús Már Lárusson. Biskupa
sögur. Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder 1 (1956), 631.
9 Sigurður Nordal. Um íslenzkar fornsögur. Reykjavík 1970, 13-15.
10 Jónas Kristjánsson. Bókmenntasaga. Saga íslands II. Reykjavík 1975, 243 o. áfr., The
Eddas and the Sagas, Reykjavík 1988, 179-187.