Skáldskaparmál - 01.01.1992, Síða 211
Eru biskupasögur til?
209
samtímamönnum biskupanna og tvær þeirra tengjast Sturlungu, Prestssaga
Guðmundar, sem er ein af sögum Sturlungusafnsins, og Árna saga sem
fylgir á eftir Sturlungu sem krónólógískt framhald í Reykjarfjarðarbók.
Þessi niðurskipun hefur þó þann ókost að þar ekki tekið tillit til mismunandi
eðlis sagnanna og bitnar það helst á þeim sögum sem telja má helgisögur.
Kurt Schier hefur biskupasögur í einum flokki í bók sinni Sagaliteratur,11 og
sem slíkar eru þær líka uppflettiorð í helstu uppsláttarritum. Hans Bekker-
Nielsen hafnaði hinsvegar algjörlega biskupasögum sem sérstökum flokki og
tegundarheiti í Norron fortællekunst, en fjallar um hlutaðeigandi sögur í
köflum um helgisögur og sagnfræðileg rit.12 Nokkur atlaga var gerð að
biskupasögum í 3. bindi útgáfu Svarts á hvítu á Sturlunga sögu, þar eru
Þorláks saga, Jóns saga og Guðmundar sögur taldar til helgisagna, í flokki
biskupasagna standa þá eftir Árna saga, Ævi Guðmundar biskups, Hungur-
vaka, Kristni saga, Lárentíus saga og Páls saga.13 Þessi skipting er réttmæt
vegna þess að gætt er fyllsta samræmis í þeirri skrá um íslenskar miðalda-
bókmenntir í lausu máli sem þar er, og konungasögurnar fá samskonar
meðferð.
Geymd sagnanna í handritum getur oft gefið til kynna hvaða hugmyndir
menn gerðu sér um bókmenntir, þar sem ritarar handrita höfðu tilhneigingu
til þess að raða skyldu efni saman á bækur.
Ekkert miðaldahandrit er til varðveitt þar sem ritari hefur safnað öllum
þeim sögum saman sem eru taldar til biskupasagna, hvort sem valin er sú
skýrgreiningin sem sem kemur fram í Biskupasögum Bókmenntafélagsins
eða sú sem algengust er nú. Eins hafa glatast öll miðaldahandrit af Hungur-
vöku og Páls sögu. Það má þó kallast vísbending að sögur þeirra biskupa sem
töldust helgir menn er að finna í handritum með sögum dýrlinga.
II
Þegar fjallað var um biskupasögur fram yfir miðja þessa öld var megin-
áherslan í rannsóknum, ef um biskupasögur var fjallað á annað borð, á
aldursgreiningu og höfundarleit. Það var varla fyrr en með grein Bjarna
Aðalbjarnarsonar um latneska Þorlákssögutexta14 að menn fóru að vakna til
meðvitundar um hverjar væru hinar eiginlegu forsendur söguritunar um hina
helgu biskupa, þ.e. taka þeirra í tölu helgra manna og helgihald það sem því
fylgdi. Þessi uppgötvun hafði ekki einungis áhrif á skoðanir manna á aldurs-
11 Schier 1970, 67
12 Hans Bekker-Nielsen; Thorkil Damsgaard Olsen; Ole Widding. Norran
fortællekunst. Kaupmannahöfn 1965,40, 118-126.
13 Sturlunga saga. III, Skýringar og fræði. Ritstj. Örnólfur Thorsson. Reykjavík 1988,
293-299.
14 Bjarni Aðalbjarnarson. Bemerkninger om de eldste bispesagaer. Studia Islandica 17
(1958), 27-37.