Skáldskaparmál - 01.01.1992, Síða 213
Eru biskupasögur til?
211
III
Tímans vegna og vegna rannsókna minna mun ég nú eingöngu fjalla um
sögur Skálholtsbiskupa, Þorláks sögu, Hungurvöku og Páls sögu, um 15 ára
tímabil í bókmenntasögunni. Samkvæmt ofangreindu hafa þessar sögur þá
flokkast þannig að Þorláks saga hefur verið talin til helgisagna en Hungur-
vaka og Páls saga til sagnfræðirita.
Upphaf og forsendur innlendrar biskupasagnaritunar má rekja til beina-
upptöku og helgi Þorláks biskups Þórhallssonar í Skálholti. Segja má að
biskupasagnaritunin hefjist með Jarteinabók Þorláks helga 1199 og á eftir
fylgdi ritun lífssögu hans, bæði á latínu og á móðurmálinu. í kjölfarið kom
svo ritun Jóns sögu eftir að lýst hafði verið yfir helgi hans skömmu síðar.
Jarteinabók sú sem nú er varðveitt er ekki hin upphaflega, eins vantar
fjórar sögur framan af handriti hennar. Það verður aldrei annað en ágiskun
hvaða efni annað kann að hafa glatast úr bókinni. I ljósprentaðri útgáfu
handritsins, AM 645 4to, ályktar útgefandinn, Anne Holtsmark, nokkuð
djarflega hvað þar kunni að hafa staðið. Hún gerði ráð fyrir stuttri lífssögu,
frásögn af vitrun fyrir beinaupptöku, jarteinum sem gerðust fyrir beinaupp-
tökuna og lýsingu á henni, ásamt þeim fjórum jarteinum sem virðist vanta
framan við bókina nú, samkvæmt samanburði við elstu gerð Þorláks sögu.16
Þó svo að Anne Holtsmark gangi hér nokkuð langt er ekki fráleitt að ætla að
Páll biskup hafi látið rita frásögn af beinaupptökunni og Jarteinabókin hafi
hafist á henni. Beinaupptakan er oft fastur liður í helgisögunni, en einnig til
sem sjálfstætt rit, translatio. Það er heldur ekki óhugsandi að slíkt rit hafi
verið sett saman um Þorlák á latínu. í latínubrotum varðveittum í AM 670e
4to og í Þjóðskjalasafni17 eru lýsingar á beinaupptökunni og jarteinum sem
gerðust í sambandi við hana. Þessi brot gætu bent til þess að sett hafi verið
saman translatio á latínu, þó erfitt sé að fullyrða um slíkt.
Skömmu eftir ritun Þorláks sögu er svo rituð saga fimm fyrstu biskup-
anna í Skálholti, fyrirrennara Þorláks, Hungurvaka. Saga Páls Jónssonar er
síðan rituð skömmu eftir dauða hans, þannig myndast samfelld saga sjö
fyrstu biskupanna í Skálholti. Hefur sagnaritun um Skálholtsbiskupa að
þessu leyti sérstöðu. Peter Foote benti m.a. á í yfirlitsgrein um biskupasögur
að Hungurvaka væri skyld öðrum ritum í bókmenntasögu Evrópu, að því
fráslepptu að Hungurvaka er rituð á móðurmálinu, en evrópskar hliðstæður
hennar á latínu.18 Þar með er þó ekki öll sagan sögð því vera má að samfelld
saga sex fyrstu biskupanna í Skálholti hafi verið til á latínu.
16 Anne Holtsmark. A Book of Miracles. With an Introduction by Anne Holtsmark.
Corpus codicum Islandicorum medii ævi 12, Kaupmannahöfn 1938, 17.
17 Þessi texti er gefinn út af Jóni Helgasyni í Byskupa spgur. II. Kbh. 1978, 168-172. Um
þau hefur Jakob Benediktsson fjallað í greininni Brot út Þorlákslesi. Afmælisrit Jóns
Helgasonar. Reykjavík 1969, 98-108.
18 Peter Foote. Bischofssaga (Byskupa spgur). Reallexikon der germanischen Alter-
tumskunde. Berlin 1978. III, 40.