Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 216
214
Asdís Egilsdóttir
Áðan var minnst á latínubrotið sem Árni Magnússon kallaði „latneska
Hungurvöku." Þessi texti virðist geta verið brot úr sögu Skálholtsstaðar,
gesta episcoporum. Áhugi á nákvæmri tímasetningu í þessu sögubroti er eftir-
tektarverður. Þarna er að finna frásögn af dauða Klængs og þar er sagt hversu
lengi hann hafi verið biskup, hve gamall hann hafi orðið og hvaða
mánaðardag og ár hann hafi fallið frá.
Igitur Kloingus episcopus sue etatis anno septuagesimo primo. cum iam
scaloten[si] ecclesie prefuisset annis uiginti quatuor: die tercia kalendarum martii
anno ab incarnatione domini millesimo centesimo sexagesimo nono migrauit a
seculo.25
(Klængur biskup var því á 71. aldursári þegar hann hafði verið 24 ár yfir
Skálholtsstól, þá yfirgaf hann þessa jarðnesku tilveru þann 27. febrúar árið
116926 eftir holdgun drottins)
Sömuleiðis er mikil áhersla á það lögð hversu staðurinn hafi eflst og
blómgast undir stjórn biskupanna:
Sed qualiter beatus Thorlacus ad summi sacerdotii gradum promotus sit
sufficienter in superiore huius operis libro expressimus. His igitur presulibus et
eximiis plebis sibi commisse rectoribus scalotensis ecclesia uiguit: et usque ad
sancti Thorlaci tempora sicut modo comprobatur magis ac magis in suo statu
amplificata et dignanter confirmata conualuit.27
(En við höfum sagt frá því nasgilega í fyrri bók þessa verks, hvernig hinn sæli
Þorlákur biskups var hafinn upp til virðingar hins æðsta kennimanns.
Skálholtskirkja var öflug hjá þessum ágætu kennimönnum og leiðtogum þess
lýðs, sem henni var falinn, og hún styrktist og var efld meira og meira í sinni
stöðu fram að dögum Þorláks, eins og nú er orðið viðurkennt.)
Þessi umræddi latínutexti er ekki sambærilegur við varðveittar íslenskar
Þorlákssögugerðir, ekki hvað síst vegna þess að þar hefur verið sagt frá
fyrirrennurum Þorláks á biskupsstóli. En eins og Bjarni Aðalbjarnarson
benti á, á sínum tíma, er erfitt að gera sér grein fyrir því hversu ítarlega hefur
verið um fjallað fyrri biskupa í þessu riti. Hann segir: „Men vi kan ikke vite
hvor utförlige meddelelser verket har gitt. De nöyaktige opplysninger
angáende Klöngs död tyder pá at Torlaks forgjengere har fátt en noksá
grundig omtale; der synes ikke á ha vært grunn til á gi synderlig utförligere
meddelelser om Klöng enn de andre.“28
Það er þó ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að veikindi Klængs
voru undanfari og forsenda þess að kjörinn var var eftirmaður hans, Þor-
lákur Þórhallsson, sú ástæða gat verið til þess að svo nákvæmlega er sagt frá.
En fyrirsögn þessa bókarkafla De sancto Thorlaco episcopo et aliis episcopis
25 Byskupa spgur 1978, 161.
26 Hér er notað tímatal Gerlands, svo bæta þarf við 7 árum til þess að fá rétt ártal, 1176.
27 Byskupa spgur 1978, 161.
28 Bjarni Aðalbjarnarson, 28.