Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 217
Eru biskupasögur til?
215
nostris (Um Þorlák biskup helga og aðra biskupa vora) talar sínu máli, hún
bendir til þess að um fyrri biskupa hafi einnig verið ritað.
Bjarni telur þennan texta hafa verið ævisögu með inngangi um fyrri
biskupa.29 Það er auðvelt að fallast á það, svo langt sem það nær, en einnig
freistandi að líta svo á að hér sé um að ræða leifar af latneskri sögu
Skálholtsbiskupsstóls, þar sem saga Þorláks er hápunkturinn. Þegar nýlátinn
Skálholtsbiskup hefur verið gerður að dýrlingi hlýtur það að hafa varpað
ljóma á staðinn og hvatt til söguritunar að alþjóðlegum hætti.
IV
Hverfum nú aftur að Hungurvöku. Ef hún er lesin með einkenni gesta
episcoporum í huga verður skyldleikinn auðsær. Höfundur gefur strax tóninn
í formála:
Set eg af því heldur þetta á skrá en annan fróðleik, þann er áður er á skrá settur,
að mér sýnist mínum börnum eða öðrum ungmennum vera í skyldasta lagi að
vita það eða forvitnast, hvernig eða með hverjum hætti að hér hefir magnast
kristnin og biskupsstólar settir verið hér á íslandi, og vita síðan hverjir
merkismenn þeir hafa verið biskuparnir, er hér hafa verið, og eg ætla nú frá að
segja. En það skyldar mig til að rita hversu staðurinn hefir eflst og magnast í
Skálaholti, eða um þeirra manna ráð er hann hafa varðveittan, er eg hefi með
guðs miskunn alla gæfu af þeim hlotið þessa heims.30
í Hungurvöku kemur fram samskonar áhugi á tímatali og í öðrum
evrópskum sögum biskupsstóla. Greint er frá því hversu lengi hver biskup
hafi setið að stóli og skýrt frá helstu dagsetningum og ártölum sem snerta
biskupstíð hans.
Það er einnig eitt helsta áhugamál höfundar að lýsa hvernig biskuparnir
hafi betrumbætt kirkjuna og staðinn. Gissur lætur gera kirkju „þrítuga að
lengd og vígði Pétri postula,"31 auk þess sem hann eflir kirkjuna með löndum
og lausafé og getið er um ýmsar gersemar sem hann gaf kirkjunni. Um
tíundina er m.a. sagt „og hefir eigi annar slíkur grundvöllur verið auðræða og
hæginda í Skálaholti sem tíundargjaldið."32 Magnús Einarsson „lét mjög
auka kirkju í Skálaholti og vígði síðan og var kirkjudagur settur á Selju-
mannamessu."33 Eins er sagt frá því að hann hafi látið tjalda kirkjuna og fært
henni góða gripi. Um Klæng segir m.a.: „Klængur biskup lét prýða, það mest
hann mátti til fá, kirkju þá er hann lét gjöra að Skálaholti, uns hún var að öllu
búin. Hann lét gjöra gullkaleik og setja gimsteinum og gaf kirkjunni; hann lét
29 Bjarni Aðalbjarnarson, 29.
30 Hungurvaka, 72-73.
31 Hungurvaka, 85.
32 Hungurvaka, 86.
33 Hungurvaka, 101.