Skáldskaparmál - 01.01.1992, Síða 219
Eru biskupasögur til?
217
í frásögn af ísleifi biskupi dregur höfundur fram helgi hans með því sýna
fram á tengsl ævi hans við kristnina í landinu:
En er ísleifur var fimmtugur að aldri og Island hafði eigi fjarri því að lengd
kristið verið, þá var hann beðinn til utanferðar og valdur til biskups af allri
alþýðu á fslandi.37
Að hætti gesta episcoporum er þessi klausa einnig liður í þeirri áherslu
sem lögð er á helgan uppruna staðarins, fyrsti biskupinn er jafngamall
kristninni í landinu. ísleifur gerir kraftaverk í lifanda lífi og að hætti
helgisagnaritara gefur höfundur í skyn að hann nefni aðeins dæmi, af nógu
hafi verið að taka. Kraftaverk ísleifs eiga sér fyrirmynd í guðspjöllunum:
margir menn voru þeir óðir færðir honum til handa er heilir gengu frá hans
fundi. Mungát blessaði hann, það er skjaðak var í, og var þaðan frá vel
drekkanda ... 38 (Sbr. Mark. 9:14-30, Jóh 2:1-11)
Tveir hinna útlendu biskupa, sem Hungurvaka segir frá, hafa einkenni
helgra manna. Jón hinn írski varð píslarvottur á Vindlandi og Bjarnvarður
hinn saxlenski „vígði marga hluti, þá er mörg merki hafa á orðið ...“39
Gissur Isleifsson færist undan biskupskjöri og sýnir lítillæti með því að
hann telur sig ekki verðan að hvíla nærri ísleifi föður sínum, og sýnir einnig
með því virðingu fyrir legstaðnum. Á banabeði sækist hann eftir þjáningum,
líkt og ýmsir hinna þjáningarþyrstu játara sem aldrei skorast undan guðs
bardaga. Við dauða Gissurar urðu jarteinir í mynd náttúruhamfara.40
Þorlákur Runólfsson, eftirmaður Gissurar, er dæmigerður helgisagna-
drengur í frásögn Hungurvöku:
Hann var snemmendis skynsamur og siðlátur og hugþekkur hverjum góðum
manni. Bænahaldsmaður mikill var hann þegar á unga aldri og skjótur í skiln-
ingum og lagður til kennimannsskapar.41
Þorlákur Runólfsson færist síðar undan biskupskjöri og er ævinlega
lítillátur. Kristilegar dyggðir einkenna lýsingu á líferni hans, hann er iðinn
við bænahald og huggar þjáða. Sagan lýsir því að Þorlákur hafi ekki notið
mikils álits í byrjun, en það hafi vaxið er á leið. Við andlát hans gerðist sú
jartein að söngur heyrðist af himnum, Cantilena Lamberts biskups.42
I lýsingu næsta biskups, Magnúsar Einarssonar, hvílir aðaláherslan á
37 Hungurvaka, 76.
38 Hungurvaka, 79.
39 Hungurvaka 80-81.
40 Hungurvaka 88-89. Sjá einnig óprentaða kandídatsritgerð Péturs Más Ólafssonar,
Hryggðarmörk á höfuðskepnum, Háskóla íslands 1991. Þar er fjallað um hugsana-
kerfi íslenskra biskupasagna í ljósi nokkurra fræðikenninga Michel Foucaults.
41 Hungurvaka, 93.
42 Hungurvaka, 97. Lambert biskup var píslarvottur, d. 17. sept. 706.