Skáldskaparmál - 01.01.1992, Page 220
218
Ásdís Egilsdóttir
lítillæti hans. Magnús biskup lét líf sitt í húsbruna í Hítardal. Hann vildi ekki
freista útgöngu því hann hafði „áður beðið jafnan almáttkan guð að hann
skyldi það líflát spara honum til handa er honum þætti sér í því löng sín
píning.“43 Hann er því látinn sækjast eftir þjáningu í dauða á svipaðan hátt og
Gissur.
Frásögnin tekur ekki hvað síst á sig blæ helgisögunnar þegar líkum þeirra
biskups og Tjörva prests er lýst, þegar tekið er fram að þau hafi verið
„nálega óbrunnin."44
Fimmti og síðasti biskupinn í Hungurvöku, Klængur Þorsteinsson, er sá
biskup sem mest kapp lagði á uppbyggingu staðarins, svo mjög að höfundur
getur reyndar ekki leynt áhyggjum sínum um fjármál staðarins. Samt segir
hann að almáttugur guð hafi gert gott úr og ekkert látið skorta meðan
Klængur lifði og aðdáunin á honum er einlæg.
Ekki er frá því sagt að Klængur hafi eignast barn með frændkonu sinni,
en þeim mun meira er gert úr meinlætalifnaði hans og annarri guði þóknan-
legri iðju. Klængur bjóst við andláti sínu „sem hver vitur maður mundi helst
kjósa ..,“45 Var það gæfa hans „er hann kaus þann mann eftir sig er nú er
sannheilagur .,.“46 Með því er dýrð Þorláks helga látin auka á tign Klængs.
V
Frásagnir Hungurvöku sýna að fyrstu fimm biskuparnir voru verðugir
fyrrirennarar dýrlingsins, Þorláks helga. Páls saga sýnir aftur á móti að Páll
var vel hæfur arftaki. I sögunni er mikil áhersla lögð á frændsemi þeirra Páls
og Þorláks helga. Jafnframt er dregið fram að Páll hafi að öllu leyti fylgt
fordæmi Þorláks. Stór hluti Páls sögu segir frá þætti hans í því að Þorlákur
var tekinn í tölu helgra manna.
I persónulýsingu Páls er margt með helgisögublæ. Hann er lítillátur,
óvenju næmur í æsku og hann færist undan biskupskjöri þegar að því kemur.
Hann lætur heldur ekki sitt eftir liggja við að prýða og efla kirkjuna fremur
en fyrirrennarar hans á biskupsstóli.
En Páls saga lýsir því einnig hvernig guð reyndi Pál, þegar hagur hans
stóð með mestum blóma, en þá drukknuðu eiginkona hans og dóttir. I frá-
sögn sinni af þessum hörmungum dregur höfundur skýrt fram að Páll hafi
borið harm sinn með hinni kristilegu dyggð þolinmæðinni.
Lýsing á dauðastund Páls er ítarleg og minnir nokkuð á samsvarandi
frásögn Þorláks sögu. Hann skipaði til allra hluta, bað menn að fyrirgefa sér
misgerðir sínar við þá og fyrirgaf öllum sem höfðu misgert við hann.
43 Hungurvaka, 103-104.
44 Hungurvaka, 104.
45 Hungurvaka, 113.
46 Hungurvaka, 112.