Skáldskaparmál - 01.01.1992, Síða 221
Eru biskupasögur til?
219
Fyrir andlát Páls urðu teikn á lofti:
Jörðin skalf öll og pipraði af ótta, himinn og skýin grétu, svo að mikill hlutur
spilltist jarðarávaxtarins. En himintunglin sýndu dauðateikn ber á sér, þá er
nálega var komið að hinum efstu stundum Páls biskups.47
Þessi frásögn minnir á lýsingu Matteusarguðspjalls á andláti Krists, þegar
myrkur varð um miðjan dag, jörðin skalf og björgin klofnuðu. (Matt
27:45,52).48
Hungurvaka og Páls saga bera sama svipmót og gætu hæglega átt heima í
heildarsögu staðarins, gesta episcoporum. Einmitt var algengt í slíkum ritum
að rita rækilega um þann biskup sem kom sagnarituninni af stað. Á Páls
dögum hófst biskupasöguritunin, sem hann hefur eflaust átt drjúgan þátt í,
þannig kemur ekki á óvart að sérstök saga hafi verið rituð af Páli. Ollu
flóknara er að velta því fyrir sér hvernig frásögn af Þorláki hafi verið felld inn
í þessa heildarmynd.
Hungurvöku lýkur með eftirmála þar sem svo segir:
Nú er komið að frásögu þeirri er segja skal frá hinum sæla Þorláki biskupi, og er
þessi saga hér samin til skemmtanar, góðum mönnum til frásagnar, sem aðrar
þær er hér eru fyrr ritaðar.49
Þessi orð hafa valdið nokkrum heilabrotum, eru þau upphafleg í ritinu,
og hvað átti þá að koma næst?
Þó svo að lengst sé síðan Árni Magnússon velti þessu vandamáli fyrir sér
langar mig að draga orð hans fram í dagsljósið nú. Hann segir:
Áður fyrri hefi eg smíðað mér að author Hungurvöku mundi eigi hafa viljað
skrifa lengra en til Þorláks helga, sem þá hafi verið svo að segja nýdauður er
hann skrifaði þessa Hungurvöku [Árni taldi þá Þorláks sögu sem nú er varðveitt
miklu yngri en Hungurvöku]. En hafi þó eigi viljað sleppa honum ónefndum.
Og þar fyrir brúkað hans Elogium svo sem fyrir Epilogum operis sui. En þegar
eg yfirveg contextum sermonis in vita Klongi, þá sé eg eigi að þetta geti vel
staðist, og sýnist því líklegra að hann muni, að vísu og um Þorlák nokkuð
skrifað hafa. En hversu fullkomin sú vita S. Thorlaci verið hafi, þar til er nú bágt
að geta.50
Það er auðvelt að taka undir þessi lokaorð Árna, eins er óvíst hvort
höfundur Hungurvöku hafi sjálfur samið frásögn af Þorláki.
Margt bendir til þess að elsta gerð Þorláks sögu (A-gerð) á móðurmálinu,
sem nú er varðveitt, geti verið stytt saga.51 Ein skýring á tilurð þeirrar
47 [Páls saga]. Byskupa spgur 1978, 434.
48 Sjá einnig ritgerð Péturs Más Ólafssonar, 81-84.
49 Hungurvaka, 115.
50 Árni Magnússons levned og skrifter 11,143.
51 Jakob Benediktsson, 104-107.