Skáldskaparmál - 01.01.1992, Side 234
232
Svanhildur Óskarsdóttir
svo mikill trúmaður í bænahaldi og tíðagerð og harðrétti og örlæti að sumum
mönnum þótti halda við vanstilli ... Hann tók og til kennslu prestlinga og var
það athöfn hans hversdagslega tíða á millum að kenna og rita. Hann var og að
kirkju mikinn hluta nátta, bæði öndverðar nætur og ofanverðar og gekk til
skrifta ávallt er hann náði kennimönnum ... Hann skoðaði og rannsakaði bækur
manna þar sem hann kom og hendi af hvers bókum það er hann hafði eigi áður.
Ollum mönnum þótti mikils vert um trú hans og þeim öllum mest er vitrastir
voru. Marga hluti tók hann þá upp til trú sér er engi maður vissi áður að né einn
maður hafi gert áður hér á landi. (61-62)
Það er vert að taka eftir því að þau viðhorf og það líferni sem einkennir
prestsskap og biskupstíð Guðmundar Arasonar er mótað, ef trúa á sögum,
mjög snemma og tekur litlum grundvallarbreytingum síðar á ævi hans. Því
miður segir sagan okkur ekki fullum fetum í hverju nýbreytni hans fólst.9
Það lítur út fyrir að erfið lífsreynsla hafi knúið hann til að endurskoða
trúarafstöðu sína og leitt hann til strangara meinlætalífernis en menn vissu
dæmi til um hér á landi. Þess er ekki getið að hann hafi kynnst ritum eða
mönnum sem hafi haft afgerandi áhrif á trúarviðhorf hans og hann hafði ekki
enn farið utan. En okkur er sagt að hann hafi lesið allt sem hann komst í og
gæti því hafa komist í bækur sem höfðu áhrif á hann. Ingimundur
föðurbróðir hans átti forláta bókakistu sem okkur er sagt að hafi bjargast á
undraverðan hátt úr sjávarháska - mikið væri gaman ef sagnaritarar hefðu
látið svo lítið að segja okkur hvað var í henni. Því miður: getum verður
einungis leitt að því hvað Guðmundur hefur lesið. Hann hefur líklega haft
aðgang að ritum Gregoríusar mikla, þ.á m. Cura pastoralis og Samræbum
hans sem fjalla m.a. um líf heilags Benedikts frá Núrsía og gætu hafa orðið
Guðmundi hvatning til strangra meinlæta.
Hvað um rit Bernharðs frá Clairvaux? Við getum ekki vitað nákvæmlega
hvenær þau bárust til Islands en íslenskir menn hafa þekkt til þeirra a.m.k. á
13. öld. Grímur Hólmsteinsson (d. 1298) vitnar t.d. í Bernharð í sögu sinni af
Jóni baptista.10 Þá er brot úr einu bréfa Bernharðs varðveitt í íslenskri
þýðingu í handriti frá því laust eftir 1300u og hluti úr ritgerðinni
9 í einum af þeim köflum Arons sögu Hjörleifssonar sem ekki voru teknir upp í
Guðmundar sögu greinir frá þvíþegar Aron „leggst... flatur niður á jörðina, og rétti
sig í kross, söng hann fyrst sálminn Benediáte og Ave Maria; síðan stóð hann upp, og
sagði enn nokkuð gott mundu fyrir liggja. Sigríður mælti: „Að hverjum hefir þú
numið þetta bænahald, son minn?“ — Aron segir, að Guðmundur biskup hefði
honum þetta bragð kennt, að hann skyldi þetta bænahald hafa og þetta atferli, þá er
honum þætti á liggja, að guð heyrði bæn hans og hin helga Maria.“ (Biskupa sögur I,
bls. 630) Nánar verður rætt um Maríudýrkun Guðmundar síðar í greininni en það eitt
tekið fram hér að sú aðferð við bænagjörð að kasta sér flötum og teygja út hendur
mun hafa þekkst allt frá frumkristni enda má finna frásagnir um slíkt í biblíunni.
Innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar tíðkaðist slík bænagjörð er ábóti vígðist ellegar
þegar munkar unnu klausturheiti við hátíðlega athöfn.
10 Sjá t.d. Postola sögur bls. 856-57, sbr. 4. hómilíu í flokknum Sermones in laudibus
virginis matris í Sancti Bemardi Opera IV, bls. 54-55.
11 Þetta mun vera 7. bréf Bernharðs, sbr. PL CLXXXII, dlk. 93-105.